Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Velkomin á Grísanagga!

Tilgangur þessarar síðu er að deila þýddum upplýsingum og eigin reynslu með öðrum sem eiga eða hafa áhuga á naggrísum. Það er alveg ótrúlega mikið af góðum upplýsingum á netinu um þessi æðislegu gæludýr á ensku, svo ég tók að mér það verkefni að þýða mikið af því hér á grísanöggum fyrir fólk sem finnst örugglega þæginlegra að hafa aðgang að þessum upplýsingum á Íslensku.

Áður en ég fékk mína eigin naggrísi í hendurnar, þá eyddi ég miklum tíma að kynna mér þær upplýsingar sem ég gat fundið um naggrísi. Byrjaði auðvitað á bókasafninu og leigði allar þær bækur sem voru ítarlegar um naggrísi, en þær voru flestar einungis á ensku og byggðar á úreltum stöðlum. Flestar upplýsingar sem eru í samræmi við nýja staðla eru á netinu, fólk er sífelt að læra nýja hluti um velferð smádýra og maður þarf að viðurkenna að gamlar staðreyndir eru kanski ekki svo réttar lengur. Svo auðvitað nýti ég mér bestu heimildir sem ég get fundið.

Allar þær heimildir sem ég nýti mér við þýðingar er að finna neðst á hverri síðu fyrir sig, svo þú getur auðveldlega farið og athugað þær upprunalegu upplýsingar vegna þess að suma hluti er erfitt að þýða almennilega (kannast kanski við málstakið „lost in translation“). Það sem er skrifað hér á síðunni er uppfært jafnóðum og ég tek eftir stafsetningar-villum eða þegar ég vil bæta nánari upplýsingum, ef ég myndi frekar bíða eftir að textinn sé fullkominn áður en ég birti hann hér þá væri ekkert á síðunni. Þú getur átt von á því að textar verði endur-skrifaðir eða leiðréttir án viðvörunar, þetta er mitt eigið verkefni eftir allt saman og verður ætíð í vinnslu.

Allar ljósmyndir og þýðingar hér á síðunni eru eftir mig (Stefanía Reynisdóttir) svo ég byð þig vinsamlegast ekki vera taka innihald síðunnar án leyfis til að birta annarstaðar, ég hef eytt miklum tíma í að skapa þessa síðu og kynna mér efnið. Ef þú ætlar þér að prenta textann til eigin nota, t.d. upplýsingar um mataræði naggrísa, þá er það auðvitað í fínu lagi mín vegna.

Ég þakka ykkur fyrir áhugan á þessu verkefni hjá mér og vona þetta nýtist ykkur vel.

Grísanaggarnir mínir

Ég fékk Rósu og Fjólu saman sem par, fann þær á bland um sumarið 2013. Fyrrum eigandi var strákur sem fékk leið á þeim svo móðir hans var að losa sig við þær. Báðar voru þær með hlaupa-lús sem er sérstök lús sem fer ekki yfir á mannfólk. En þær hafa bara haft það gott síðan þá.

Hvítu naggrísirnir komu til mín 2. mars 2015 úr Borgarfirði. Tvær stelpur og einn strákur.

gallery.myramidnight.com_i.php_upload_2015_03_10_20150310154521-82424ae6-xx.jpg Rósa

Mér var sagt að hún væri 1 og hálfs ára þegar ég fékk hana. Hún er ekki feimin við að láta mann vita að henni langar í einhvað svo ekkert vanti, jafnvel ef það þýðir að hey-grindin er ekki troðin full. Hún er búin að vera léttast mikið síðan í mars án útskýringa, orðin hættulega létt í maí.

gallery.myramidnight.com_i.php_upload_2015_03_10_20150310154524-85acbf07-xx.jpg Fjóla

Þessi stelpa er hálfu ári yngri en Rósa. Hún er svo hljóðlát að það heyrist ekki í henni nema hún sé virkilega ósátt. Rosalega feimin við mannfólk, en þegar það kemur að öðrum naggrísum þá vill hún vera drottningin í hópnum.

gallery.myramidnight.com_i.php_upload_2015_03_13_20150313120316-6e6c460c-xx.jpg Ljúfan

Hún er mjög ákveðin í sér, en þýtur eins og elding í burtu ef hún heldur að þú ætlar að taka hana upp úr búrinu.

gallery.myramidnight.com_data_i_upload_2015_03_04_20150304164957-afba84f4-xx.jpg Hrísla

Hún er mjög smeik við allt, jafnvel þegar verið er að smakka nýja hluti þótt restin af hópnum ráðist á það.

gallery.myramidnight.com_i.php_upload_2015_03_03_20150303171415-120f2cf1-xx.jpg Zappa

Hann kom hingað með Ljúfan og Hríslu. Hann er mjög ákveðinn þótt hann sé alltaf fljótur að láta sig hverfa þegar einhver kemur nálægt búrinu hans.

Prenta/export
QR Kóði
QR Code wiki:grisanaggar (generated for current page)