Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Dýralæknar

Hér er listi yfir nokkra dýralækna og stöðvar sem vert er að kíkja á. Vegna þess að naggrísir teljast sem „framandi/exotic“ gæludýr þá getur verið erfitt að finna lækna sem virkilega hafa reynslu á þeim hér á landi.

Listinn er ekki tæmandi: Endilega hafið samband við mig ef þið viljið bæta við hann

Alveg sama hvert er farið þá er alltaf best að hringja og panta tíma þegar þú ert með einhvað annað en ketti og hunda, þá getur þú fengið tíma hjá þeim lækni sem hefur mestu reynsluna á naggrísum á þeim stað.

Algeng mistök

  1. Að hunsa einkenni sem ekkert alvarleg (naggrísir reyna fela einkenni sem lengst)
  2. Að bíða með að fara til dýralæknis
  3. Að samþykkja ráð/meðferð dýralæknis án spurninga (þú þarft líklegast að kynna þér efnið líka vegna þess að það eru engir sérðhæfðir dýralæknar fyrir framandi gæludýr hér á landi)
  4. Að telja aukaleg einkenni sem aðal einkenni (t.d. átröskun er aukaleg einkenni)
  5. Mistök við lyfjagjöf - röng lyf eða rangir skammtar (t.d. pensilín er banvænt)

Naggrísinn hjá lækninum

Hér eru nokkrir hlutir sem þú getur átt von á að dýralæknirinn geri

  • Mæla hitastig
  • Þreyfa á maga og líkama (varlega ef naggrísinn er í eldri kantinum)
  • Athuga eitla/kirtla (lymph nodes) fyrir bólgu
  • Hlusta á lungun og hjarta
  • Skoða augu og eyru með ljósi
  • Skoða feldinn og húð til að leita að ummerkjum um sníkjudýr, hrúðri, hnúðum eða blöðrum
  • Athuga hvort spenar séu góðir (ekki með hrúður eða hnúða)
  • Skoða tennurnar á þeim, líka jaxlana

Læknirinn gæti þurft að taka Rönken mynd til að skoða innyfli eða athuga hjartað á þeim, sérstaklega í eldri naggrísum.

Ef tekin eru þvag/blóðsýni, þá skal gera það ÁÐUR en þeim er gefin einhver lyf til að fá nákvæmari niðurstöður.

Þvagsýni hjálpar við að athuga fyrir t.d. þvagfærasýkingu. Best er að sýnið sé tekið innan sólarhrings til könnunar og geymt í kæli svo bakteríur í þeim geti ekki fjölgað og skekkt útkomuna. Einfaldasta leiðin til að ná þvagsýni er að hafa naggrísinn í bala eða bakka þar til þeir geta ekki lengur haldið í sér og pissa.

Blóðsýni er nákvæmara og getur komið upp um t.d. nýrnabilun. Reglubundin blóðkönnun er venjulega allt of stressandi fyrir naggrísinn vegna þess að erfitt er að ná sýni: klippt á þeim neglurnar í kvikuna svo þeim blæðir, eða svæfðir svo hægt sé að nota nál.

  • Að klippa í kvikuna á nöglinni er betra fyrir naggrísinn, ekki eins stressandi og að fara í gegnum svæfingu (sem er í sjálfu sér alltaf áhættusamt). Áður en blóðsýni er tekið úr nögl er best að ylja á þeim fæturnar í hlýju vatni og síðan þurrkað. Ekki kreista á þeim fæturnar til að ná blóðinu, heldur skal láta það dropa sjálft í glertúpuna (ílátið sem blóðinu er safnað í). Hægt er að klippa aðra nögl ef þörf er á.

Þú gætir þurft að handmata naggrísinn á meðan þeir eru veikir eða jafna sig á aðgerð. Naggrísir geta dáið mjög fljótt ef meltingin á þeim stöðvast.

ATH: Ef þörf er á sýklalyfjum, þá skaltu vera viss um að dýralækninn gefi naggrísnum þínum EKKI PENSILÍN LYF

  • Pensilín eru banvæn naggrísum, þau valda dauða naggrísins útfrá alvarlegs niðurgangs. Ekki vera hrædd við að spyrja dýralæknirinn um lyfin vegna þess að það er alltaf séns á að læknirinn sé ekki með næga reynslu á naggrísum sérstaklega.
  • Öll sýklalyf geta haft slæm áhrif á þarmaflóruna (valdið niðurgagni og öðrum kvillum) svo það er mikil þörf á að gefa þeim viðbót við flórunni til að halda henni í jafnvægi
  • Hægt er að gefa þeim sýklalyf í sprautu svo þau fari ekki í gegnum meltinguna, en það er dýrara. Ekki sprauta oft á sama stað, heldur á nýjan stað í hvert sinn.

Að plata læknirinn

Naggrísir eru mjög duglegir að fela veikindi, það er innbyggð sjálfsvörn til að koma í veg fyrir að rándýr velji þá sem auðvelda bráð útfrá hegðun. Það gerir það að verkum að naggrísinn þrjóskast til að fela öll einkenni fyrir lækninum í byrjun. Ef dýralæknirinn er þolinmóður og tímir að bíða í 10-15 mínutur, þá er naggrísinn oftast eftir að róa sig og sýnir þá einkenni veikinda sinna.

Hvernig er hægt að hjálpa naggrís í læknisferð?

Þú skalt íhuga að taka annan naggrís sem félagskap í ferðina, ef hann er ekki í einangrun vegna smithættu. Það minkar stressið og það hjálpar dýralækninum að geta borið þá saman.

Jafnvel ef dýralæknirinn hefur mikla reynslu á naggrísum, þá hjálpar það þeim rosalega að geta borið hann saman við heilbrigðan naggrís. Þótt það gæti kostað þig aukalega til að taka rönken mynd af þeim báðum, þá flýtir það rosalega fyrir greiningu ef þeir hafa ekki neitt til að miða við.


Heimildir: Visiting the vet, Common mistakes

Prenta/export
QR Kóði
QR Code dyraspitalar (generated for current page)