Langar þig í naggrís?
Það fyrsta sem þú skalt gera er að kynna þér þarfir naggrísa. Það er ekki sniðugt fyrir naggrísinn að þú fáir hann heim án undirbúnings eða hugmynd um hvað þú ert að gera, þess vegna skaltu kynna þér vel hvað það þýðir að hugsa um naggrís áður en þú færð þá í hendurnar. Hérna eru nokkur atriði sem þú þarft að geta uppfyllt áður en þú færð þér naggrís
- Getur þú boðið þeim upp á stórt og gott búr?
- Naggrísir þurfa stórt búr og mikið pláss svo þeir fái nóga hreyfingu. Nýjir staðlar segja að hæfilegt rými sé um 1m2 fyrir tvo grísi svo þeir séu ánægðir. Búrin í dýrabúðum eru sjaldan nógu stór, flestir enda á því að smíða búrin sín sjálf.
- Getur þú tekið að þér tvo naggrísi?
- Naggrísir eru hópdýr og ættu að hafa félagskap af öðrum sinnar tegundar. Tvo naggrísi af sama kyni eða gelda karldýr svo hann geti verið með stelpum án þess að fjölgi í hópnum
- Getur þú boðið þeim ótakmarkað gras/hey?
- Það er 80% af heildar mataræðinu þeirra og ættu því að hafa ótakarmarkaðan aðgang að grasi/heyi. Þú ættir fyrst að athuga á þínu heimili hvort einhver sé með ofnæmi fyrir einhverju sem tengist naggrísum (t.d. heyinu, saginu eða dýrunum sjálfum).
- Ráð til að lifa með ofnæmið
- Hefur þú spáð í kostnaðinum?
- Fólk heldur oft að það kosti ekkert að hugsa um smádýr og gleymir þess vegna að gera ráð fyrir þeim kostnaði t.d. dót og efniviður í búrið, ferskt grænmeti, gæða þurrfóður, ótakmarkað gras/hey, undirlag, og lækniskostnaður
- Ertu tilbúin að hugsa um naggrísina til lífstíðar?
- Það er lífstíðar skuldbinding að taka að sér gæludýr, naggrísir eru engin undantekning og lifa að meðaltali 4-7 ár (geta orðið 9 ára). Krakkar geta illa metið þá ábyrgð þegar þeim er gefin krúttleg dýr í hendurnar án undirbúnings. Naggrísir eru betri sem gæludýr handa allri fjölskyldunni.
Áttu naggrís?
Ef þú átt naggrísi en hefur kanski ekki kynnt þér ítarlega þarfir þeirra, þá skaltu endilega skoða eftirfarandi upplýsingar sem útskýra algeng mistök eigenda. Ef þú hefur gert einhver af þessum mistökum þá þýðir það ekki að þú sért lélegur eigandi, bara að þú getur gert betur.
Góðir eigendur leiðrétta það sem þeir gera rangt, frekar en að halda því áfram.
- Gefa naggrísnum ekki rétt fæði
- Þeir eru eingöngu grænmetisætur: ekki gefa þeim kjöt eða mjólkurvörur
- Kynntu þér hvaða grænmeti er gott fyrir þá og í hvaða magni
- Þeir þurfa daglegan skammt af C vítamíni, yfirleitt nóg að gefa þeim ferskt grænmeti.
- Þeir þurfa ótakmarkaðan aðgang að grasi/hey, það er aðalmáltíðin.
- Naggrísafóður skal ekki innihalda fræ eða hnetur (framleiðendur ódýrs fóðurs halda að naggrísir séu ofvaxnir hamstrar). Þú skalt kynna þér hágæða naggrísafóður, kögglafóður ef naggrísinn er matvandur.
- Forðist að gefa þeim nammi selt í dýrabúðum, vegna þess þau innihalda yfirleitt viðbættan sykur, mjólkurafurðir, fitu og rotvarnarefni. Notið frekar ferska ávexti sem nammi
- Búr sem eru allt of lítil eða rangt uppsett
- Hafa nóg af felustöðum fyrir þá, annars verða þeir stressaðir.
- Rétt magn og tegund af undirlagi (t.d. 4-5 cm. þykkt lag af sagi)
- Gefið þeim dót svo þeim leiðist ekki. Hægt er að búa þau til ódýr/ókeypis úr t.d. pappír.
- Þurfa nóg pláss til að geta hreyft sig. Oft hverfur allt pláss þegar dótið er komið í búrið
- Gott er að hafa búrið í því herbeki sem fjölskyldan er oft í, t.d. stofunni
- Ekki hafa saltstein í búrinu
- Ekki nota hlaupahjól eða hlaupakúlur, það fer illa með bakið á þeim.
- Að halda ekki dagskránni
- Naggrísir eru mjög vanafastir og bregðast mjög vel við því að hafa fasta dagskrá: hvenær þeim er gefið að borða, leiktímar á gólfi, hvenær búrið er þrifið.
- Naggrísir eru ekki ofvaxnir hamstrar!
- Að vera nagdýr er það eina sameiginlegt, hamstar eru skyldir músum/rottum en naggrísir eru á allt annari grein.
- Naggrísir eru eingöngu grænmetis-ætur, en hamstrar eru alætur
- Hamstrar eru næturdýr, en það eru naggrísir ekki.
- EKKI hafa kanínur og naggrísi saman í búri.
- Kanínur hafa svo öflugar aftur-fætur að eitt spark frá þeim getur drepið naggrís, hvort sem það væri óvart eða af ásettu ráði.
- Kanínur hafa aðrar næringarþarfir en naggrísir (t.d. naggrísir þurfa C-vítamín, en ekki kanínur)
- Kanínur hafa bakteríur sem eru hættulegar fyrir naggrísi
- Þessi dýr hafa mismunandi „tungumál“. Það getur auðveldlega komið upp misskilningur, átök eða einelti á milli þeirra.
Heimildir: CavySpirit, Pigs and kids - Rabbits and Guinea pigs