Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Ýmsar Staðreyndir

Cavia er ættkvísl af naggdýrum frá Suður-Ameríku, allir kallaðir naggrísir af ýmsum toga, en „Naggrísinn“ (Cavia porcellus) finnst ekki villtur í náttúrunni. Þeir koma upprunalega frá Andesfjöllum og hafa verið ræktaðir til manneldis á þeim slóðum síðan minnsta kosti 5000 árum fyrir Krist, og gera það enn. Það var ekki fyrr en fyrir rúmum 450 árum sem naggrísinn kom til Evrópu á skipum kaupmanna sem framandi gæludýr en elstu ritin sem nefna naggrísi eru síðan 1547. Enginn veit af hverju þeir voru síðan kallaðir „guinea pig“ en giskað er að þeir voru seldir fyrir eitt guinea (gullpeningur) og fræði heitið þeirra Porcellus er latneska fyrir „lítill grís“.

Nokkrar staðreyndir um naggrísi

 • Naggrísir eru yfirleitt mest á hreyfingu á morgnanna og við sólsetur (þegar rándýr væru ólíklegri til að taka eftir þeim).
 • Þeir eiga til að tísta þegar þeir heyra hljóð sem þeir tengja við mat (t.d opna ískápinn, skrjáf í plastpokum, opna ílát)
 • Naggrísir borða sinn eiginn skít, það er fullkomlega eðlilegt (álíka og jórturdýr „æla“ matnum aftur í munn til að tyggja aftur).
 • Naggrísir eru mjög forvitnir, sérstaklega þegar breytingar verða í búrinu eða settir í nýtt umhverfi.
 • Naggrísir hafa venjulega mjög einfaldar þarfir og rólegir að eðlisfari.
 • Þeir treysta mest á lyktarskynið og heyrn, sjónin þeirra er aðalega til að nema hreyfingar og hafa lélegt dýptarskyn
 • Naggrísir hafa mjög gott af félagskap (annara naggrísa og fólks).
 • Þeir geta auðveldlega vanist því að vera meðhöndlaðir, ólíklegir til að bíta en það getur gerst.
 • Þeir dafna best í hópum, tveir eða fleirri naggrísir saman (búrið þarf auðvitað að vera hæfilega stórt líka)
 • Naggrísir eru ekki liðugir og lélegir að klifra, en þeir geta hoppað yfir lágar hindranir
 • Þegar naggrísir eru spenntir þá hoppa þeir á ákveðinn hátt, kallast að „poppa“ (popcorning).
 • Þeir leysa sín vandamál og þrautir með því að hreyfa sig og skoða um, og geta munað flóknar leiðir að mat í marga mánuði.
 • Naggrísir eru alveg furðulega góðir í sundi (til að bjarga lífi sínu, óvíst að þeir geri það af sjálfsdáðum)
 • Naggrísir kallast líka „marsvín“ hér í norðurlöndunum, en það er einnig samnefni fyrir grindhvali.

Týpur af Naggrísum

Útlitið á feldinum á þeim getur verið margskonar alveg eins og persónuleikinn þeirra, en þetta er allt sama tegundin. Fólk hefur gefið þessum mismunandi týpum sérstök nöfn til að aðgreina þau og það eru jafnvel til keppnir/sýningar sem snúast algjörlega um feldinn á naggrísunum. Öll þessi afbrigði hafa orðið til vegna breytinga í genum og svo hefur mannfólkið stýrt þróun þeirra.

Ég er sjálf ekki með á hreinu hvaða týpur eru í boði hér á landi, en rósettur og slétthærðir eru algengastir.

 • Rósetta/Abyssinian
 • Slétthærðir/Stutthærðir/Amerískir
 • Síðhærðir
  • Silkie
  • Coronet (með einn snúð á enninu)
  • Peruvian  (síðhærðastir af þeim öllum)
  • Angúru/Texel (með krúllað hár)
  • Teddy (úfið hárið stendur út í loftið)
 • Hárlaus (Skinnypig)

Almennar upplýsingar

 • Meðal lífstíð naggrísa: 4 - 8 ár
 • Líkamshiti: ~37°C til ~39°C
 • Þæginlegur umhverfishiti: 19°C - 22°C (ath. þeir þola betur lægri hitastig en of háan hita)
 • Þolanlegur umhverfishit: 15°C - 18°C
 • Hjartsláttur: 240 - 350 slög á mínútu
 • Andardráttur: 40 - 150 á mínútu
 • Fullorðin líkamsþyngd: 700g - 1200g
 • Þyngd við fæðingu: 60g - 110g
 • Fullorðin líkamslengd: 25cm - 36cm
 • Tilvalinn aldur/þyngd kvenndýrs til æxlunar: 6 mánaða, >750g
 • Meðganga: 59 - 72 dagar
 • Fæðing: 10-30 mínútur, oftast um miðja nóttu
 • Ungahópur: 1-6 ungar
 • Mjólkur-tímabilið: 2 vikur, ætti að byrja strax eftir fæðinguna
 • Hætta á spena: 1-3 vikna (ungar þurfa vera orðnir minnst 170g)
 • Tennur: 20 talsins, sem hætta aldrei að vaxa
 • Mataræði: eingöngu grasætur (grænmetisætur)
 • Heyrn: betri en manns-heyrn (sérstaklega á hærri tíðnum)
 • Sjón: Sjá í lit, 340° sjónsvið, lélegt dýptarskyn, 33 myndir á sek. (mannverur sjá 22 á sek.)
 • Lyktarskyn: mjög þróað, einhverstaðar á milli mannveru og hunda
 • Bragðskyn: mjög mikið af bragðkirtlum: um 17000 (mannverur hafa um 9000, kettir um 473)
 • Skynfæri á nefi: 6 raðir af óreglulega staðsettum skynhárum til að leiðbeina þeim í myrkrinu, mæla hluti. Þeir sjá ekki með augunum hvað er beint fyrir framan nefið á þeim

Heimildir: Wikipedia - Guinea pig health

Prenta/export
QR Kóði
QR Code naggrisir (generated for current page)