Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Æxlun og Meðganga

Meðgangan og fæðing er erfið fyrir naggrísi. Ungarnir fæðast stórir, fullgerðir og loðnir, tilbúnir til að hlaupa. Móðirin ber venjulega nokkra unga og þyngd hennar getur tvöfaldast, sem setur mikið álag á blóðrásar-kerfi hennar og önnur líffæri. Jafnvel með bestu umönnun þá geta kvenndýrin þjáðst af erfiðri fæðingu, blóðkalsíumlækkun, legsigi, eða meðgöngueitrun. Til verndar heilsu og vellíðan fyrir gæludýrið, ekki vera rækta þau!

Ef þú ert óvart með par af naggrísum sem eru í raun sitthvort kynið og kvenndýrið orðið ólétt, þá skaltu fjarlægja karldýrið strax úr búrinu. Karlinn skal aldrei vera viðstaddur við fæðinguna vegna þess að kvenndýrið getur orðið ólétt strax aftur stuttu eftir fæðingu. Rað-þunganir fara mjög illa með naggrísinn og ætti ekki að gerast.

Líffræðilegar upplýsingar

  • Venjuleg þyngd unga: 70-100gr
  • Venjuleg stærð ungahóps: 2-5 ungar (geta verið 1-7 ungar)
  • Lengd meðgöngu: 59-73 dagar
  • Þyngd unga þegar hættir á spena: 150 - 200gr
  • Lengd tíðarhrings: 15-17 dagar
  • Samsetning mjólkur: 3,9% fita, 8,1% prótín og 3% mjólkursykur

Kynþroski

Kvenndýr geta orðið ólétt við 4 vikna aldur! Vegna þess hversu snemma naggrísir geta orðið kynþroska þá er mælt með því að aðskilja ungana með því að taka strákana frá stelpunum í síðasta lagi við 3 vikna aldur. Jafnvel þótt flestir karlarnir eru ekki kynþroska svo snemma þá er það talið öruggast.

  • Kynþroski kvenndýra: 4-6 vikna
  • Kynþroski karldýra: 3-5 vikna

Tíðarhringurinn

Tíðarhringur naggrísa er 15-17 dagar. Flest kvenndýr geta orðið ólétt um 2-15 klukkustundum eftir að þær hafa lokið fæðingu, þá skal karldýrið aldrei vera á svæðinu á meðan hún er með unga til að koma í veg fyrir rað-þunganir sem fara mjög illa með naggrísinn líkamlega.

Sagt er að tíðar-glugginn sé opinn í 1-2 sólarhringa, og innan þess tíma séu 6-11 klukkustundir sem hún mun leyfa karldýrinu nálægt sér til æxlunar. Utan þess tíma myndast einskonar tappi sem kemur í veg fyrir það að karlinn geti gert hana ólétta.

Þungun og Meðganga

Það getur verið lífshættulegt fyrir naggrís að verða ólétt í fyrsta sinn eftir 8 mánaða aldur vegna erfiðrar fæðingar. Ástæðan er að á þeim tímapunkti hafa mjaðmarbeinin á þeim fest saman í ákveðinni stellingu sem minkar liðleika þeirra við fæðingu. Ungarnir geta þá fests inni og bæði móðirin og ungar geta dáið. Ef naggrísinn er að upplifa erfiða fæðingu þá þarf hún líklegast keisaraskurð til að bjarga ungunum en það er talið litlar líkur á því að móðirin lifi uppskurðinn. Einfaldlega ekki leyfa naggrísnum þínum að eignast unga þegar hún er komin yfir 7-8 mánaða aldur ef hún hefur ekki eignast unga áður.

Ef eldri naggrís verður ólétt þá er best að leyfa meðgöngunni að ganga sinn gang, en samt hafa reyndan dýralækni við höndina ef upp koma erfiðleikar. Önnur möguleg leið er að láta framkvæma fóstureyðingu. Allar skurðaðgerðir eru áhættusamar.

Ef naggrísinn hefur eignast unga fyrir 8 mánaða aldur, þá er ekki eins mikil hætta á því að ungarnir festist. Allar meðgöngur geta samt verið áhættusamar vegna meðgöngueitrunar og erfiðrar fæðingar sem getur verið lífshættulegt.

Merki um meðgöngueitrun (pregnancy toxemia):

Móðirin hættir að borða, verður þunglynd, hokin í baki og hægt er að taka eftir asetón-lykt í andardrætti hennar meðan ketrón safnast upp í líkama hennar (ketrónblóðsýring). Ástandið þróast yfir í krampa og endar með dauða. Þessi ummerki geta birst mjög snögglega.


Algengar spurningar

Er venjulegt að naggrísum blæði á æxlunar-ferlinu?
Nei, ef þú sérð blæða einhverstaðar, þá skaltu kíkja til dýralæknis til að uppgötva orsökin og fá meðferð við því

Þarf móðirin sérstaka umönnun á meðgöngunni?
Gott mataræði og hreyfing er afar mikilvægt. Þegar nær dregur fæðingunni þá stækkar hún mikið, meðhöndlið hana mjög varlega eða bara láta hana alveg í friði til að minka líkur á að ungarnir inn í henni og hún sjálf slasist ekki.
Óléttir naggrísir geta þróað með sér alvarleg veikindi eins og meðgöngueitrun (pregnancy toxemia) og blóðkalsíumlækkun (hypocalcemia). Það sem getur ýtt undir veikindi er t.d. næringarskortur, stress, offita, ef hún borðar ekki lengi, breyting í mataræði, stór ungahópur, hita álag, og hreyfingarleysi. Gerðu allt sem mögulegt er til að minka líkur á veikindum.

Hvað ætti ég að fylgjast með eftir fæðinguna?
Það er mikilvægt að þú vigtir ungana og móðurina daglega (alltaf á sama tíma dags) með nákvæmri vigt í nokkrar vikur til að vera viss um að þau séu heilbrigð og dafni. Ungar sem eru ekki að þyngjast ættu að fá smá einveru-stund með móðurinni daglega, það gæti bjargað þeim frá næringarskorti. Og hafðu í huga að móðirin getur þróað veikindi eftir á, þess vegna er mikilvægt að fylgjast með henni líka.

Hvenær er öruggt að halda á ungunum?
Þú getur haldið á þeim strax, móðirin mun ekki hafna þeim þótt þú meðhöndlir ungana. Það getur jafnvel hjálpað þeim að venjast þér ef þú meðhöndlar þá.

Hvenær á ég að aðskylja strákana frá stelpunum?
Karlkyns unga: best er að aðskilja þá frá móður sinni og systrum þegar þeir verða 3 vikna gamlir. Það kemur í veg fyrir að stelpurnar verði óléttar. Í örfáum tilvikum þá getur eigandinn ákveðið að leyfa veikum unga lengri tíma með móðurinni. Kvennkyns ungar mega alveg búa með móður sinni.


Heimildir og upprunalegur texti: Guinea Lynx

Prenta/export
QR Kóði
QR Code aexlun-medganga (generated for current page)