Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Snyrting naggrísa

Það þarf auðvitað að snyrta naggrísi reglulega svo þeir haldist hreinir og heilbrigðir

 • Feldurinn (naggrísir fara úr hárum)
 • Bað/Bossa-bað (einungis eftir þörfum)
 • Fitukirtill (Grease gland)
 • Eyrun
 • Neglurnar (mánaðarlega)
 • Hárklipping (síðhærðir naggrísir)
 • Kynfærin/bakpokinn (perinal sac) og hægðatregða (impaction)

Feldurinn

Naggrísir geta mikið úr hárum, sumir kanski óhóflega mikið, en það er samt eðlilegt fyrir þá. Dagleg hárburstun mun losa einhvað af lausu hárunum sem þeir fella venjulega. Það er sérstaklega mikilvægt að bursta síðhærðum naggrísum daglega

En hárlos getur samt verið merki um snýkjudýr eða sveppasýkingar í skinninu á þeim, jafnvel næringarskort eða alvarlegri veikindi, sérstaklega ef feldurinn á þeim fer að þynnast eða myndar skallablettir. Hjá ungum er hárþynning á ákveðnum tímabunkti vegna þess að feldurinn á þeim er að breytast úr mjúkum ungafeldi í þéttari fullorðins varðhár

Skallabletturinn á bakvið eyrun á þeim er hinsvegar alveg eðlilegur, það hjálpar þeim að kæla sig niður ef þörf er á.

 • Endilega kíkja á Guinea Lynx: Hairloss um fleirri upplýsingar um kvilla sem tengjast feldinum (á ensku).

Baða naggrísinn

Naggrísir þurfa varla að fara í bað nema þeir verði áberandi skítugir, í flestum tilfellum eru þeir nógu duglegir að halda sér sjálfum hreinum ef þú heldur búrinu þeirra hreinu. Það er auðvelt velta fitu-jafnvæginu í feldinum úr jafnvægi með óþarfa böðum og röngu sjampói (sem væri of sterkt fyrir naggrísi, þeir hafa viðkvæmt skinn) sem veldur því að t.d. húðin á þeim þorni upp og valdi kláða.

Ef þeir þurfa á baði að halda þá skaltu nota milt sjampó fyrir viðkvæmt skinn til að komast hjá því að skinnið á þeim verði óþæginlega þurrt. Notið grunna skál/bala af volgu vatni, skolið, og þurrkið þeim almennilega svo þeim verði ekki kalt áður en þú setur þá aftur í búrið sitt. Forðist að láta vatnið í eyrun á þeim.

Síðhærðir naggrísir þurfa oftar á baði að halda en aðrir naggrísir til að halda feldinum á þeim hreinum, vegna þess að þeir eiga erfiðara með að þrífa sig sjálf almennilega. Það hjálpar þeim ef þú gefur þeim hárklippingu til að halda hárinu á þeim af jörðinni, eða notast við aðrar aðferðir til að halda því hreinu, t.d. vefja það reglulega í pappír og teygju (algengt fyrir sýningar-naggrísi).

Ef þú sérð hvítan vökva í augunum þegar þeir eru að þrífa sig, það er alveg eðlilegt, þeir nudda þessu efni í feldinn til að halda honum hreinum. Þegar þeir eru látnir í bað þá getur það ruglað í fitu-jafnvæginu í feldinum, þess vegna er ekki mælt með óþarfa böðum, og ekki oftar en nokkura mánaða fresti annars væri hársvörðurinn í hættu á því að verða of þurr (veltur líka á hvernig sjampó þú notar).

Betra væri að skella þeim í grunnt „bossa-bað“ til að þrífa á þeim fæturnar/kviðinn/rassinn ef naggrísinn þinn verður skítugur, frekar en að baða þá alveg, yfirleitt er það eina sem þeir þurfa. Ef þú heldur búrinu þeirra hreinu þá haldast þeir hreinir og þurfa þá oft ekkert á baði að halda vegna þess að þeir þrífa sig sjálf reglulega.

Fitu-kirtillinn (Grease gland)

Ofvirkur kirtill

Naggrísir hafa kirtil sem framleiðir lyktar-olíu sem þeir nota til að merkja hluti og þekkja hvort annað. Hann er staðsettur á afturendanum þar sem rófubeinið er. Þessi kirtill er oftast virkari hjá karldýrum, en stundum eru naggrísir með ofvirkan kirtil og þá getur verið erfitt að þrífa fitu-köggulinn úr feldinum ef það fær að byggjast upp, það grípur í hárin. Best að þrífa afturendan reglulega í litlu bossa-baði ef naggrísinn þinn er með ofvirkan kirtil og/eða nota eitthvað fitulosandi sjampó á svæðið (gætir spurt dýralækni ef þau selja einhvað sem virkar).

Ekki vera skrúbba og níðast í klessunni, það er bara eftir að gera naggrísinn auman á rassinum. Frekar láta sjampóið liggja á því í t.d. 10-15 mínútur svo það geti losað um klessuna, eða þrífa á þeim bossan reglulega þar til klessan er alveg farin, og síðan viðhalda þeim þrifum svo það fái ekki að safnast upp aftur.

Þrífa eyrun

Það er mælt með þvi að skoða á þeim eyrun reglulega og þrífa þau vikulega.
Notið þá efni sem fást hjá dýralæknum til að þrífa eyrun á gæludýrum eða dropa af steinefna-olíu í hvort eyra, leyfðu því að sitja í 5 mínútur og þrífið síðan ytra-eyrað með mjúkum klút sem vafið er utan um fingurinn.

Klippa neglurnar

Naggrísir þurfa láta klippa á sér neglurnar mánaðarlega svo þær verði ekki of langar og valdi þeim óþægindum. Langar neglur geta farið að snúa upp á sig og hafa áhrif á hvernig þeir ganga, jafnvel þvingað á þeim tærnar í óþæginlegar stellingar. Kvikan (æðin inn í nöglinni) vex með nöglinni, svo ef hún verður mjög löng þá er kvikan löng líka.

Hárklipping

Hvaða naggrísir gagnast að því að láta klippa á sér hárið?

 • Naggrísir með mjög síðan feld (stytta hárið svo ekki sé verið að draga það í jörðinni)
 • Síðhærðir naggrísir á einstaklega heitum sumrum (svo þeir ofhitni ekki)
 • Síðhærðir naggrísir sem eru líklegir til að fá þvagfærasýkingu (snyrta á þeim rassinn hjálpar)

Vegna þess hversu lágir naggrísir eru, þá er auðvelt fyrir löng hár að verða skítug og blaut, sem eykur vöxt baktería. Haldið búrinu hreinu og snyrtið feldinn á síðhærðum naggrísum til að bæta heilsu.

Kynfærin / bakpokinn (perinal sac) og hægðatregða (impaction)

Þetta er svæði sem þú þarft að fylgjast vel með, sérstaklega þegar þú ert með karlkyns naggrís. Þú ættir alltaf að skoða þau þarna reglulega til að vera viss um að allt sé hreint og heilbrigt.

Ef þú skoðar raufina á kynfærunum (beint fyrir neðan tippið/snípinn) og togar hana varlega í sundur, þá sérðu pokann (perinal sac) og er í raun 95% af svæðinu, þakið klístruðu efni sem tveir litlir kirtlar framleiða, síðan er endaþarmurinn lítið op sem úr kemur bæði sérstakir mýkri kögglar (caecal pellets) og venjulegir skíta-kögglar. Pokinn á að grípa þessa mýkri köggla svo naggrísinn getur borðað þá þegar þeim hentar, á meðan þeir stífari fara beint út.

Fleirra

Heimildir

Prenta/export
QR Kóði
QR Code snyrting (generated for current page)