Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Klippa neglur

Kvikan innan í nögl

Naggrísir þurfa láta klippa á sér neglurnar mánaðarlega svo þær verði ekki of langar og valdi þeim óþægindum. Langar neglur geta farið að snúa upp á sig og hafa áhrif á hvernig þeir ganga, jafnvel þvingað á þeim tærnar í óþæginlegar stellingar. Kvikan (æðin inn í nöglinni) vex með nöglinni, svo ef hún verður mjög löng þá er kvikan löng líka.

  • Ef naggrísinn þinn er með mjög langar neglur og ert hrædd við að klippa í kvikuna á þeim þá er best að klippa nöglina lítið í einu, kanski 1-2 í viku, þannig dregur kvikan sig saman í hvert sinn þar til nöglin er komin í þæginlega lengd.
  • Ef þú ætlar að gera þetta sjálf án aðstoðar, þá getur verið þæginlegt að gera þetta á borði. Sniðugt er að gefa naggrísnum einhvað gott að narta í til að halda honum uppteknum á meðan þú snyrtir á þeim neglurnar.
  • Að fá einhvern til að aðstoða þig við að halda á naggrísnum á meðan þú klippir neglurnar flýtir alveg rosalega fyrir, vegna þess að naggrísir eru sjaldan þolinmóðir þegar verið er að snyrta á þeim tærnar.
  • Því lengur sem það tekur að klippa neglurnar á þeim, því órólegri verða þeir oftast. Þú getur auðvitað gert þetta í lotum ef hann er fljótur að missa þolinmæðina, klippt nokkrar neglur í einu og haldið áfram seinna svo naggrísinn fái að róa sig niður.

Þú getur notað klippur gerðar fyrir ketti eða einfaldlega venjulega nagglaklippur sem þú notar á sjálfan þig. Annars er hægt að fara með þær til dýralæknis eða á gæludýra-snyrtistofu og látið þau klippa neglurnar á þeim fyrir þig, oftast gegn gjaldi.

Fleirra

Heimildir

Prenta/export
QR Kóði
QR Code neglur (generated for current page)