Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Hlutir í Búrið: Hugmyndir

Invalid Link
Heygrind? og Bréfaklemmur
Invalid Link
Flöskuhaldari úr eldusrúllustand
Dúkkurúm úr IKEA
  • Þú vilt að minsta kosti hafa eftirfarandi hluti í búrinu hjá þér
    • Vatnsflösku með stút (ég miða við ein flaska fyrir hverja 2 grísi sé gott að hafa)
    • Þunga Keramík skál/dall fyrir matinn þeirra, svo naggrísirnir geta ekki velt henni. Mínir grísir hrinda skálinni til hliðar stundum svo það er gott að hún velti ekki.
    • Grind undir heyið (passið upp á að opin séu ekki það lítil/stór að naggrísirnir geti fest hausinn)
    • Dót sem naggrísirnir geta falið sig undir eða inn í, t.d. brýr, pallar eða kofar/hús. Þeim líður betur þegar þeir geta farið í skjól.
  • Aukalega:
    • Gott að hafa eitthvað af hlutunum úr efni sem þeir mega naga. En ef þeir hafa nóg af heyi til að tyggja, trefja-mikið þurrfóður og stórt búr til að leika sér í þá er venjulegt að þeir nagi hlutina lítið sem ekkert (það er að segja ef það er ekki úr plasti sem er „gaman“ að naga). En þú skalt samt hafa það í boði handa þeim.
    • Naggrísum finnst gott að hafa eitthvað mjúkt til að liggja á eða halla sér utan í þegar hvíla sig. Þetta skal vera úr efni sem má þvo í þvottavél.

Hvar get ég fengið hlutina?

Það er ekkert sem segir að það þurfi allt að koma úr dýrabúðum eða vera merkt naggrísum. Mér finnst mjög gaman að skoða búðir með það í huga „hvernig gæti þetta virkað í naggrísabúrinu?“ og oftar en ekki þá sparar maður alveg rosalega á því að versla svona. Aðal málið væri vörur sem eru öruggar handa ungabörnum, t.d. hvernig myndi það verða þegar naggrísirnir prufa naga það?

Að ganga skrefinu lengra væri þá að búa til hluti í búrið þeirra sjálf. Maðurinn minn hefur smíðað handa naggrísunum mínum eins konar húsgögn sem þeir geta falið sig undir eða inní og sjálf sauma ég mjúk bæli og annað dót. Endilega verið frumleg og nýtið ykkur það sem er í boði.

  • Dæmi um hluti sem ég hef getað reddað mér til að nota í naggrísabúrið:
    • Heygrind úr vírakörfu (Søstrene Grene)
    • Matarskálar úr keramík (Basarinn)
    • Mjúk bæli úr baðmottum (Ikea) sauma þau aðeins til
    • Bréfa-klemmur til að festa hluti í búrinu (Tiger) t.d. festa heygrindina og flísefni
    • „Hundateppi/Fluttnings-teppi“ í stað handklæðis undir flísefnið (Rúmfatalagerinn)
    • Margt og mikið til að smíða búrið (Bauhaus)

Uppástungur

Eldhús-svæði
  • „Eldhús/Matarsvæði“ fyrir búr með flísefni
    • Setjið kassa undir hey-grindina sem er nógu stór fyrir naggrísina til að vera í á meðan þeir borða heyið. Ef hann er nógu stór til að innihalda matarskálina þá er það ennþá betra.
    • Fyllið í botninn á kassanum með viðar-spónum eða öðru undirlagi
      • Lágar hliðar: hafa þá kassann nógu lágan svo naggrísirnir geta þæginlega hoppað upp í hann
      • Háar hliðar: skerið þæginlega stórann glugga í kassann svo naggrísirnir geta farið inn í hann og fengið sér hey
    • Kostir við að hafa svona eldhús-svæði:
      • Takmarkar dreifingu á heyinu um búrið
      • Naggrísir gera þarfir sínar mest á þessu svæði svo restin af búrinu helst lengur hreint
Prenta/export
QR Kóði
QR Code hlutir (generated for current page)