Efnisyfirlit
Flísefni
Flísefni er mjög vinsælt sem „yfirlag“ sem aðskilur naggrísina frá undirlaginu og heldur þeim þurrum og hreinum.
- Kostir
- Öruggt í notkun: flísefnið ertir ekki viðkvæm augu naggrísa, skinn og öndunarfæri
- Fjölnota: bara skella því í þvottinn reglulega. Hægt að nota fjölnota undirlag eins og handklæði með því
- Getur litið vel út: flísefni getur verið mjög fjölbreytt á litinn og munstrað
- Sparar þér pening: ef þú hættir að eyða í einnota undirlög þá getur þú sparað pening
- Yfirborðið helst þurrt: þegar það er for-meðhöndlað rétt þá sigtar það vökva í gegnum sig, rakadrægt undirlag drekkur það í sig og naggrísirnir haldast þurrir og hreinir
- Passar auðveldlega í búrið: hægt er að sauma og klippa flísefnið til að passa vel í búrið hjá þér.
- Gallar
- Þarft að for-meðhöndla flísefnið á réttan hátt áður en þú getur notað það
- Verður að nota það með öðru rakadrægu undirlagi: flísefnið sigtar bara vökva, það verður blautt ef vökvinn kemst ekkert.
- Verður að yfirborðs-þrífa flísefnið daglega: taka upp skítinn með t.d. fægiskóflu
- Verður að nenna setja það í þvottavélina reglulega: aðgangur að þvottavél nauðsynlegur, þurkarar eru þæginlegir
- Möguleg þörf á aukalegri meðferð til að fjarlægja hárin
- Getur verið dýrt að byrja nota flísefni: þetta er fjárfesting
Ef þú ert til í að sjá almennilega um flísefnið þitt, þá skaltu endilega halda áfram að lesa
Hvernig flísefni skal ég nota?
Það eru til margar týpur af flísefni og henta misvel í búrið (kallast á ensku „polar fleece“). Ef það hleypir ekki vökva í gegnum sig eftir síendurtekna for-meðhöndlun þá er það ónothæft.
- 100% polyester
- forðist „Glacier fleece“ eða ullar-blöndur: þau munu bara drekka í sig vöka í stað þess að sigta hann í gegn
- Þú vilt anti-pill flísefni, betri gæði. (það stendur sjaldnast á umbúðunum, þarft bara meta gæði efnisins)
- „Pilling“ eins og það kallast á ensku er þegar efnið býr til litlar kúlur á yfirborðinu eftir hvern þvott vegna þess hvernig það er uppbyggt, lélegri flísefni. Þetta flýtir fyrir þynningu efnis og styttir endingu þess. „Anti-pill“ eru betri gæði af flísefni, það er uppbyggt til þess að haldast betur saman og er ólíklegri til að mynda svona efnis-kúlur á yfirborðinu, og þess vegna endist það betur í gegnum síendurtekinn þvott.
- Hvar finn ég flísefni?
- Sem rúmteppi eða ábreiður í búðum eins og Rúmfatalagerinn eða Ikea
- Notuð/gömul flísteppi í búðum eins og Góði hirðirinn eða Basarinn
For-meðhöndlun flísefnis
Flísefni eru venjulega vatns-fráhrindandi þegar þú færð það í hendurnar og myndar þess vegna polla ofan. Til þess að flísefnið fái þá eiginleika sem við viljum svo það sé nothæft í búrið þá þarf að for-meðhöndla flísefnið. Efnið mun skreppa örlítið saman í þvottinum, þess vegna er best að formehöndla áður en þú byrjar einhver saumaverkefni.
- Setjið flísefnið í þvottavélina á suðuþvott (95°) með slatta af edik (og/eða þvottadufti t.d. Neutral)
- Hægt er að nota þvottaduft sem inniheldur engin ylmefni (t.d Neutral) sem gert er fyrir viðkvæma húð
- Ég set það venjulega á langt þvotta-prógram og forþvott
- Ekki nota mýkingarefni, það vinnur gegn þér (gerir efnið vatnsfráhrindandi aftur)
- Þurrkið það síðan þegar vélin er búin, á snúru eða í þurrkara.
- Flísefni er mjög fljótt að þorna þegar búið er að kreista allt vatn úr því.
- Ef þú setur í þurrkarann, þá má það bara vera í stutta stund
- EKKI bæta neinu í þurrkarann sem mýkir þvottinn, eins og þurrku-blöð)
- Gerið síðan tilraun til að sjá hvort flísefnið sé byrjað að hleypa vökva í gegnum sig: hellið smá vatni á flísefnið
- gott er að hafa handklæði undir því til að taka við vökvanum
- ef vökvinn myndar poll ofan á flísefninu þá er það ekki tilbúið
- Þetta ferli þarf að endurtaka að minnsta kosti 3-5 sinnum áður en það fer að virka
- Það sem þú ert að gera með þessari formeðhöndlun er að skola í burtu vatns-fráhrindandi efnunum sem eru í flísefninu
- Ef þú notar mýkingarefni í þvottinum þá mun flísefnið verða vatns-fráhrindandi aftur
- Ef flísefnið sigtar ekki vökva í gegnum sig eftir síendurtekna formeðhöndlun, þá er það ónothæft sem yfirlag.
Oftast er krafturinn í bununni nóg til að pota í efnið til að fá það til að hleypa vökvanum í gegnum sig. Stundum þarf nefnilega bara að pota í efnið til að það byrji að sigta, en þú vilt samt ekki að efnið sé tregt vegna þess að þá er naggrísinn líklegri til að sitja í pollinum eða labba í honum áður en vökvinn fer loksins í undirlagið. Annað ráð sem getur hjálpað að gera efnið áreiðanlegra er að hafa það ágætlega stregt, stregt efni sigtar betur.
Hvernig skal ég nota flísefni í búrinu?
Þú þarft að hafa rakadrægt undirlag til að hafa undir flísefninu, gott er að nota handklæði vegna þess að það getur þá farið í þvottavélina með flísefninu. Síðan getur þú klippt og saumað flísefnið til að passa fullkomlega í búrið þitt. Það er hægt að búa til einskonar „fleece flippers“ sem virka mjög skemmtilega í stærri búrum og heldur flísefninu strektu svo hægt er að ryksuga það
- Vertu með hreinan búr-botn.
- Ef það eru komnir kalk/hland-steinar í botninn þá er hægt að leggja það í bleyti ofan í edik, það leysir upp skánina og búrið verður eins og nýtt.
- Settu rakadrægt undirlag í botninn
- Ekki nota sag-spænir, þær festast í flísefninu auðveldlega og er leiðinlegt að losa úr
- Hægt er að nota sag-köggla
- Best er að nota handklæði eða annað rakadrægt teppi. Brjóttu það saman svo það passi vel í botninn
- Settu flísefnið ofan á undirlagið þannig að naggrísirnir geti ekki komist undir það
- Best er að hafa nógu stórt flísefni sem fer þá yfir kantinn á búrinu, þá er auðvelt að festa það
- Þæginlegt er að festa flísefnið með bréfaklemmum (foldback-clips)
- Vertu viss um að flísefnið er slétt og snertir undirlagið allstaðar, þá virkar það best. Ekki láta það hanga í lausu lofti
Hvernig ætti ég að þrífa flísefnið?
Skoðið Hreingerningar um hvernig ég þríf búrið hjá mér, og önnur ráð.
Heimildir: Is fleece right for me? - Cali Cavy Collective: fleece 101 -The Fleece Project: The study