Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Einangra nýja meðlimi

Öruggasta leiðin til að vernda naggrísahópinn þinn gegn smitsjúkdómum, sveppasýkingum og sníkjudýrum er að einangra nýja meðlimi í 2-4 vikur í lokuðu herbeki áður en þeir fá að kynnast restinni af hópnum. Þvoðu þér vel um hendurnar eftir meðhöndlun á nýja naggrísnum og mögulega skipta um föt (eða nota t.d. svuntu eða ákveðin föt) til að koma í veg fyrir smit. Þú getur líka íhugað að kíkja til dýralæknis með naggrísinn í skoðun.

Þó að alltaf sé best að einangra dýrið eins og útskýrt hér að ofan, þá geta komið atvik þar sem þú vilt kanski taka þá áhættu að brjóta einangrunina:

  • Naggrísinn virðist heilbrigður, ættleiddur frá öðrum eiganda sem hefur nú þegar meðhöndlað naggrísinn gegn sníkjudýrum og hefur ekki verið í snertingu við aðra naggrísi undanfarnar vikur.
  • Naggrísinn þinn á heimilinu er að falla í þunglyndi, einmana og borðar minna (eins lengi og það er ekki af læknisfræðilegum ástæðum). Nýji naggrísinn virðist heilbrigður og eigandinn er tilbúinn að fara til dýralæknis ef þörf er á. Að hýsa nýja naggrísinn í sama herbeki og annar naggrís getur lífgað upp á sorgmæddum dýrum.
ATH: Einangrun er sérstaklega mikilvæg ef naggrísinn kemur úr dýrabúð.

Sníkjudýr

Prenta/export
QR Kóði
QR Code einangrun (generated for current page)