Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Búrstærðir og Upplýsingar

Hérna er upprunalega taflan um búrstærðir:

Guinea pig Cage Size Standards
MINIMUM Number of
Guinea Pigs*
PREFERRED
Area Grids Size - Area Grids Size
7.5 ft²
2×3 grids 27„ x 41“ 10.5 ft² 2×4 grids27„ x 56“
7.5 ft² 2×3 grids 27„ x 41“ 10.5 ft² 2×4 grids27„ x 56“
10.5 ft² 2×4 grids 27„ x 56“ 13 ft² 2×5 grids27„ x 71“
13 ft² 2×5 grids 27„ x 71“ 16 ft² 2×6 grids 27„ x 84“
* for male pairs or groups of all males, go up one cage size * you should almost always adopt two non-breeding guinea pigs,
not just one. They are happier and healthier in pairs or more. Note: A Grid is LARGER than a foot! 2×3 grids is LARGER than 2×3 feet!

Stærra er betra! Fyrir heilsu og velferð naggrísa, umfram lámarks þarfir, þá ættir þú að bjóða þeim upp á eins stórt rými og þú hefur kost á að gefa. Að smíða eigið búr handa þeim er frekar ódýrt og getur jafnvel verið skemmtilegt verkefni, auk þess bjóða dýrabúðir sjaldan upp á búr sem eru hæfilega stór miðað við nýja staðla. Þú munt sjá góðar breytingar í hegðun naggrísins þíns ef þú fylgir eftirfarandi stöðlum.

 • Hæfileg stærð búrsins ætti að vera á einni hæð. Stærðir miðast við nothæft rými, ekki ytri stærð.
  • Heyloft og önnur viðbætt svæði ættu ekki að vera talin með í grunn-stærð búrsins
 • þetta eru bara viðmið, þið ættuð alltaf að mæla hlutina sjálf áður en þið farið að smíða búr

—-

Hvers vegna svo stórt?

Flest búrin sem gæludýrabúðir bjóða upp á eru tignarleg klósett. Ekkert dýr ætti að þurfa lifa ofan í klósettinu sínu. Og þótt þú þrífir daglega eða oftar til að halda búrinu hreinu, þá þurfa naggrísir nóg pláss til að geta hlaupið í hringi en venjulega er allt pláss farið þegar allt dótið þeirra er komið í búrið: heygrindin, matardallur, felustaðir og fleirra. Efri hæðir og heyloft ættu ekki að teljast með þegar verið er að spá í fermetra fjölda, jafnvel pallar sem notaðir eru til að ná upp í efri hæðir taka pláss frá grunn-hæðinni.

Kostir við að hafa stærra búr

 • Hreyfing yfir höfuð
  • Það bætir heilsu þeirra alveg rosalega. Naggrísir sem eru allt of þungir eru liklegri til að þróa með sér alvarleg heilsufars vandamál, þar á meðal veikindi í hjarta, sykursýki, þvagfæra-sýkingu, veikindi í lungum, blöðrufætur (bumblefoot) og fleirra
  • Fullorðin karldýr geta þróað með sér hægðartregðu (impaction) - vöðvar í kringum endaþarms-opið verða slakir, sem hefur þær afleiðingar að hægðirnar hjá þeim byrja að „pakkast saman“ og þá þarft þú að hjálpa þeim með því að tæma þennan poka reglulega. Stórt búr með nóg af plássi til að hreyfa sig getur hjálpað naggrísnum að viðhalda heilbrigðum vöðvum.
  • Fullorðin kvendýr eiga það til að þyngjast eins og þær eldast. Það er erfiðara að finna og uppgötva blöðrur sem geta myndast á eggjastokkunum og önnur líkamleg vandamál þegar kvendýrið er feitt.
 • Hreyfing samkvæmt þeirra dagskrá
  • Ekki samkvæmt þinni dagskrá. Jafnvel þótt þú bjóðir þeim upp á leiktíma á gólfinu alla daga, þá þurfa naggrísirnir þínir að geta hreyft sig samkvæmt eigin líkams-klukku. Virkni naggrísia á það til að vera af og á. Margir eru sérstaklega virkir á morgnanna og eftir-miðdaginn, ekki endilega á þeim tímum sem henta þér. Ef þeir hafa nógu stórt búr þá geta þeir hreyft sig þegar þeim sjálfum dettur í hug
 • Örvun
  • Alveg eins og með fólk, þá verða naggrísir leiðir á því að lifa í sama litla búrinu allan daginn, dag eftir dag, ár eftir ár án þess að hafa neitt að gera. Það er eins og að vera fastur inn í herbekinu þínu að eilífu og það væri á stærð við stóran skáp. Þú þarft að skemmta þér, borða, sofa og fara á klósettið á þessu litla svæði alla þína ævi. Jafnvel þó þú fengir að fara út og „leika þér“ með einhverri annari tegund annað slagið, það væri frekar heiladautt og sorglegt líf.
 • Heldur friðinn
  • Ef þú hefur tvo naggrísi í búri (af því að þau eru félagsverur), þá mun stærra búr gera þá ánægðari með hvort annað ef þeir hafa nóg pláss til að hlaupa og leika sér, og geta forðað sér frá hinum þegar þeim hentar.
 • Auðveldar þrifin
  • Ótrúlegt en satt, þá er margfalt auðveldara að þrífa stærri búr. Þá eru það bara ákveðin svæði sem verða sérstaklega skítug á meðan restin af búrinu helst furðu hreint í lengri tíma. Og þegar það er auðvelt að þrífa í kringum naggrísina þá getur þú fengið að njóta þeirra betur.
 • Meira gaman handa þér
  • Ánægðir naggrísir sýna miklu meiri persónuleika og skemmta þér meira. Heilbrigðir grísir þýðir færri læknisferðir, áhyggjur og reikningar. Þú munt hafa betra samband við gæludýrin þín þegar auðvelt er að hugsa um þau. Þú  munt eyða minni tíma í að þrífa í kringum þá og meiri tíma að njóta þeirra, sérstaklega þegar þeim líður vel og þú ert að gera rétt samkvæmt þeim.

Hvar fæ ég búr?

Búr úr gæludýrabúðum

Það er staðreynd að það getur verið erfitt að finna hæfilega stór búr í dýrabúðum hér á landi. En hér eru nokkrir punktar til að hafa í huga ef þú ferð að skoða þér tilbúin búr í dýrabúðinni.

 • Framleiðendur merkja bara ytri stærðir búrsins, svo þú vilt mæla innri stærð búrsins til að fá rétt viðmið um nothæft rými.
  • Mældu innri stærð búrsins, frekar en ytri stærð, því gólfplássið er það sem gildir.

Heimasmíðað búr

Það er ýmislegt hægt að gera þegar maður smíðar búrið sjálf, helsti kosturinn er að geta stjórnað stærð búrsins, úrvalið í búðinni eru ekki takmörkin þín. Þetta er í raun skemmtilegri leiðin ef þú hefur tíma og hæfileika til að byggja búr sjálf.

 • Kostur við heimasmíðað búr er að það getur verið sérsniðið að þínu heimili
 • Það er yfirleitt ódýrast að byggja sér búr frekar en að kaupa sér tilbúið
Guinea Pig Cages er góð síða til að skoða ýmis heimasmíðuð búr, og svo er alltaf hægt að nýta sér google mynda leit.

Samsett Eininga búr (C&C)

Coroplast / Bylgjuplast

Svoköluð C&C búr eru mjög vinsæl (sem stendur fyrir „Cubes and Coroplast“ sem þetta kerfi byggist á).

 • Það byggjist á einingum af girðingum og léttum plast plötum (coroplast) fyrir botninn.
 • „Corrugated Plastic Sheets“ eða Coroplast kallast líka bylgjuplast, vinsælt í skiltagerð því það er létt og sterkt.
 • hægt að finna vefverslanir sem selja tilbúin sett sem þú getur sett saman
GuineaPigCages store er líklegast fyrsta vefverslunin sem seldi svona búr. En það þýðir ekki að það sé eina búðin í boði (þessi er nefnilega stödd í Bandaríkjunum). Gaman að skoða hana til að fá hugmyndir samt.

Hvað skal forðast?

Smá listi til að hafa í huga þegar verið er að spá í búrum:

 • EKKI velja þér glerbúr/fiskabúr
  • Glerbúr lofta illa, svo naggrísinn er líklegri til að þróa með sé veikindi í lungum
 • EKKI Nota háa plastdalla sem búr
  • þeir hafa sama vandamálið og glerbúr: lofta illa
 • EKKI velja búr með vírar-botni
  • Tærnar á þeim gætu farið í gegnum rimlana og þeir slasað sig
  • Ef þú færð þér vírar-botn: taktu botninn úr búrinu eða settu plast-spjald yfir botninn (það er ekki nóg að setja bara pappír, handklæði eða annað undirlag)
 • EKKI notast við óvarin-viðarbúr
  • Óvarin viðarbúr munu drekka í sig hlandið og fúna, sem ýttir undir veikindi hjá naggrísum.
  • Sumar tegundir af viði (Cedar/Pine) leysa úr sér gufur sem hafa skaðleg áhrif á naggrísi.
  • Þú gætir mögulega sett viðarvörn á það sjálf, en vertu viss um að það sé alveg þurrt áður en það fer í notkun (að þú finnur enga efnalykt frá lakkinu sem dæmi, að það sé ennþá að leysa frá sér gufur).
 • EKKI fara of hátt
  • Ef þú hefur lítið pláss, þá er lausnin ekki að byggja hátt búr
  • Naggrísabúr ættu að vera víðari en þau eru há, þeir eru nefnilega ekki mikið fyrir að klifra

Fleirra

Heimildir

Prenta/export
QR Kóði
QR Code burid (generated for current page)