Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Átröskun (Eating disorder)

Ein helsta ástæða fyrir átröskun hjá naggrísum eru veikindi, og þar sem naggrísir þurfa nauðsynlega að halda meltingunni gangandi stanslaust þá getur það fljótlega orðið lífshættulegt ef þeir borða ekkert í lengri tíma.

Ef naggrísinn þinn er hættur að borða mat og skíta/pissa, þá skaltu fara með hann til dýralæknis strax! 6-12klst er langur tími án matar fyrir þá. Ef naggrísinn þinn er að léttast (eða ungar ekki að þyngjast) þá er það mikið áhyggjuefni.

Handmata naggrísi: Skoðið hérna nánari upplýsingar um handmötun

Nokkrar ástæður fyrir átröskun

 • Breytingar í mataræði
 • Miklar hitastigs breytingar
 • Eitrun
 • Vatnsskortur
 • Félagi þeirra deyr
 • Félagi þeirra sé of ágengur (kemur í veg fyrir að aðrir fái mat)
 • Tæknileg vandamál (t.d. vatnsflaskan stíflast)
 • Tannskemmdir: t.d. brotna eða verða of langar. Þetta á líka við um jaxlana.
 • Offita
 • Munnangur (sár í munni)
 • Missir lyktarskynið
 • Sársauki
 • Sýkingar
 • C-vítamín skortur eða nýrnabilun
 • Notkun á verkjalyfjum eða sýklalyfjum

Óleiðréttanlegt ketósu ástand (ketosis) getur þróast hjá naggrísum jafnvel þótt þeir byrji aftur að borða mat. Þess vegna er mikilvægt að þeir séu ekki án matar í lengri tíma, jafnvel ef það þýðir að þú þurfir að handmata þá, það virkilega getur bjargað lífi þeirra.

Hvernig þróast ketósu ástand? Í hungurverkfalli byrjar líkaminn að nýta sér eigin orkubirgðir til að halda áfram starfsemi. Fyrst um sinn nýtir hann sér kolvetnisbirgðirnar (glúkósa/þrúgusykur) og fitu, sem endist mjög stutt. Síðan fer líkaminn að nýta sér amínósýrur (grunneining prótína) sem eru t.d. vöðvar og lifur. Vöðvar fara að rýrna til að halda restinni af líkamanum og heila gangandi. Fljótlega fer líkaminn í Ketósu-ástand þegar hann byrjar að búa til svokallaða „Ketóna“ úr fitu, sem veldur minkandi matarlyst, hægist á efnaskiptum og líkaminn fer að spara alla orku (þetta gerir hann til að þrauka sem lengst).

Meltingartruflanir

Nokkur einkenni meltingartruflana

 • Hokið bak og úfinn feldur
 • Lítill eða enginn áhugi á mat
 • Hrollur, vertu viss um að naggrísnum þínum er hlýtt (þæginlegur umhverfishiti er 19°C - 22°C, þeir þola betur lægri hita en of háann)
 • Gas/Þemba, maginn virðist hanga neðarlega og bakið hátt upp. Gætir heyrt holrýmis-hljóð í maganum.
 • Slef, naggrísir geta nefnilega ekki ælt. Þeir slefa vegna ógleði, sársauka, tannverkja, eða annara ástæðna.
 • Hættir að drekka vatn, eða drekkur of mikið. Óhófleg drykkja geta verið merki um sársauka.
 • Sokkin eða dauf augu, mikil þreyta.
 • Óreglulegur, lítill eða enginn skítur

Ef meltingin á þeim er að stöðvast þá er það stóralvarlegt og ættir að fara til dýralæknis strax!


Heimildir: GuineaLynx: Anorexia - Treatment of GI Stasis

Prenta/export
QR Kóði
QR Code atroskun (generated for current page)