This is an old revision of the document!
Efnisyfirlit
Gæludýr eru til lífstíðar, jafnvel smádýrin.
Fólk á það til að kaupa smádýr handa börnum sínum í von um að það kenni þeim hvað ábyrgð er, eða vegna þess að þau eru svo krúttleg og falleg. En sorglega staðreyndin er sú að flestir krakkar fá leið á því að þurfa hugsa um dýrið, engin tilfinningaleg skuldbinding til að hugsa um það til æviloka ferkar en ef um leikfang væri að ræða.
Þú þarft að spyrja sjálfan þig „Er ég tilbúin að sjá um þetta dýr til æviloka?“ því annars væri hentugra að kaupa sér tuskudýr. Dýrið á ekki að þurfa þjást í gegnum þá lífsreynslu að vera kastað til hliðar þegar það er ekki lengur nógu spennandi. Börn geta illa metið þá ábyrgð sem fylgir því að eiga gæludýr, og ættir þess vegna frekar að hafa það sem gæludýr handa allri fjölskyldunni sem allir taka þátt í umönnun þess.
Annað sem þarf að hafa í huga er að það fylgir kostnaður að eiga gæludýr eins og naggrísi: ferkst grænmeti, þurrmatur, þurrkað hey, búrið, undirlag, og mögulegur lækniskostnaður. Það er örugglega ódýrara en að eiga stór og krefjandi dýr, en það þýðir engan veginn að það kosti ekkert að hugsa um lítil dýr. Svo er alltaf möguleikinn að einhver á heimilinu hefur ofnæmi fyrir fylgihlutum naggrísa eða dýrinu sjálfu (alvarleg ofnæmi fyrir naggrísum eru ótrúlega sjaldgæf), sem getur kallað á þörf fyrir lyf eða krem.
Það er mjög mikilvægt að fólk kynni sér þarfir gæludýrsins áður en það fær það í hendurnar. Það að þarf að plana áður en þú færð þér t.d. naggrís vegna þess að þau þurfa ákveðnar aðstæður og rými, þýðir mjög lítið að ganga inn í dýrabúð og ætlast til að afgreiðslufólkið viti hverjar þarfir gæludýranna eru nákvæmlega (það er mjög sjaldgæft að þau viti öll svörin og í versta falli væru þau að giska). Það er eins og að ætlast til að allir sem afgreiða í matvöruverslun kunni allt um matreiðslu.
Eina fyrirgefanlega ástæðan fyrir því að gefa frá sér gæludýr er að þú getur ekki lengur séð um dýrið af einhverri raunhæfri ástæðu, ekki að þú færð leið á þeim og nennir ekki að hugsa um þau lengur. Vissiru að naggrísir lifa að meðaltali 4-7 ár?
Íslenskar síður sem gætu hjálpað þér
- Naggrísir á Íslandi - facebook hópur fyrir áhugafólk og eigendur naggrísa
- Bland.is - fólk selur stundum gæludýrin sín hér
- Dýrahjálp - endilega ættleiða dýr sem þurfa heimili
- Von Dýraskjól - dýraathvarf (á facebook)
- Gæludýr.is - stór gæludýrabúð með góða heimsendingarþjónustu (hérna kaupi ég girðingarnar)
Góðar naggrísasíður (á ensku)
Hér eru erlendu vefsíðurnar sem ég treysti á fyrir góðum upplýsingum um naggrísi, ég er að þýða mikið frá þeim síðum handa ykkur hérna.
- Guinea Lynx - mikið af upplýsingum um heilsu og veikindi naggrísa
- Cavy Spirit - upplýsingar um naggrísi, björgun og ættleiðing
- GuineaPigCages.com - upplýsingar um búrin, stórt og gott spjallborð