Ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar, þegar allt er komið þá spái ég í útlitinu.

Gelding / Ófrjósemisaðgerðir

Að gelda gæludýr innifelur í sér skurðaðgerð til að fjarlægja hluta af æxlunarfærum, sem þar af leiðandi gerir dýrið ófrjótt svo það geti ekki eignast unga. Að framkvæma ófrjósemisaðgerð á kvenndýri felst í því að fjarlægja legið og eggjastokkana. Að gelda karldýr felst í því að fjarlægja eistun. Eina ástæðan fyrir því að gelda karldýr, sem væri ekki út af læknisfræðilegum aðstæðum, er að þú vilt að hann sé í sama búri og kvenndýr án þess að það fjölgi í hópnum.

Það er engin ástæða til að gelda tvo karla sem búa saman, vegna þess að agðerðin mun EKKI breyta hegðun hjá árásagjörnum naggrisum, ólíkt með önnur dýr. Það mun heldur ekki stöðva kynhvötina. Ef þeim kemur ekki vel saman þá mun geldun ekki hjálpa. Það kemur í veg fyrir óplanaðar þunganir.

Er áhætta í þessari aðgerð? Já. Það eru alltaf áhættur þegar verið er að framkvæma skurðaðgerðir. Er áhætta í að hafa tvö frjó dýr af gagnstæðu kyni í sama húsi? Já. Slys geta alltaf gerst og einhver verður ólétt, sama hversu mikið þú reynir að passa upp á það. Svona slys geta leitt til dauða kvenndýrsins eða alvarleg heilsufarsvandamál sem kallar á hjálp dýralæknis. Getur þú algjörlega útrýmt þessum áhættum? Nei.

Hafðu samt í huga að alveg eins og í öðrum skurðaðgerðum, jafnvel á heilbrigðum dýrum, hjá besta dýralækni, og með bestu áhöldunum, þá er alltaf möguleiki á að naggrísinn þinn lifi ekki aðgerðina. Einungis þú getur borið saman áhætturnar og valið bestu leiðina sem hentar þér og gæludýrinu þínu.

Áhættur aðgerðarinnar

Skurðaðgerðir á hvaða dýri sem er hafa áhættu á dauða vegna fylgikvilla, hvort sem það er á skurðarborðinu, eftir aðgerið, meðan dýrið er að jafna sig heima, eða útfrá sýkingum.

Að gelda naggrísi er í raun áhættusamara en að gelda ketti, hunda, eða önnur stærri dýr. Naggrísir eru svo litlir og aðgerin verður flóknari á afturendinn á þeim vegna „bakpokans“ við endaþarmsopið. Það er flóknara að undirbúa naggrísi fyrir aðgerðina. Þeir eru líklegri til að bregðast illa við svæfingu, stressi og fá sýkingar eftir aðgerð.

Ef þú ert tilbúin að taka ábyrgð fyrir þessum áhættum og afleiðingum, þá skaltu vita að það er þitt starf að minka allar líkur á þessum áhættum eins og mögulegt er


Geldingin

Gelda kvenndýr?

Að gelda kvenndýr er miklu stærri skurðaðgerð og þess vegna áhættusamari en að gelda karldýr. Það er miklu meira inngrip og felst í því að skurður er gerður á maganum og allt legið og eggjastokkar fjarlægðir.

Það getur verið erfitt að finna dýralæknir sem hefur gert mikið af velheppnuðum geldingum á naggrísum, og ennþá erfiðara að finna einn sem er góður í að gelda kvenndýr.

Að gelda kvenndýr kemur hinsvegar í veg fyrir að þau þrói æxli á eggjastokkana og aðra kvilla tengda æxlunarfærunum, þess vegna mögulega heilsusamlegra ef þær lifa aðgerðina.

Hver ætti að framkvæma aðgerðina?

Ekki ætlast til þess að allir dýralæknar geti framkvæmt aðgerðina á naggrísum. Þú þarft helst að finna dýralækni sem hefur framkvæmt þessa aðgerð áður og hefur heppnast vel oftar en ekki. Dýralæknar sem vinna mikið með smádýr eru venjulega hæfari, sérstaklega ef þeir hafa séð um að gelda kanínur (það er mjög svipað ferli og fyrir naggrísi), en þar sem það eru engir sérhæfðir í framandi gæludýrum hér á landi og þarf maður að spyrjast fyrir.

Eistun á köttum og hundum eru frekar áberandi utan á líkamanum. Naggrísir eru sérstakir á þann hátt að þeir geta dregið eistun inn í líkaman, og ef það er ekki meðhöndlað rétt þá getur það komið fyrir að önnur innyfli færist/losni og valdið dauða. Naggrísir ættu ekki að vera meðhöndlaðir eins og kettir og hundar.

Undirbúningur fyrir aðgerðina

  • Hraustur og heilbrigður
    Naggrísinn þinn ætti að fara í skoðun áður en aðgerðin er framkvæmd. Sumir dýralæknar taka blóðprufur til að athuga fyrir leyndum sjúkdómum. Ef þig grunar að naggrísinn þinn sé veikur á einhvern hátt, þá skaltu bíða þar til hann er orðin alveg hraustur.
  • Réttur aldur og þyngd
    Dýralæknar gætu verið misjafnir um hvað lámarks-aldur naggrísins þarf að vera svo að hann treysti sér til að framkvæma aðgerðina. 4 mánaða er venjulega ásættanlegast. Naggrísinn ætti einnig að vera ásættanlega þungur miðað við aldur, 650gr lámark, þyngri er betra. Þótt það sé ekkert aldurstakmark á hvenær naggrís getur verið geldur, en það er samt best að vera ekki að láta gamla naggrísi sem eru á sínum elliárum að þurfa fara í gegnum stressið sem óþarfa aðgerð veldur.
  • Óþarfi að láta naggrísi fasta fyrir aðgerð
    Í mesta lagi fjarlægja matinn 2 tímur fyrir aðgerðina ef nauðsynlegt. Matur ætti að vera í boði strax eftir aðgerðina. Naggrísir geta ekki kastað upp matnum, þess vegna er það óþarfi að láta þá fasta fyrir aðgerðina (það er líka ekki gott fyrir þá að vera án matar í lengri tíma).
    Aðal ástæðan fyrir því að dýralæknar láta t.d. ketti og hunda fasta fyrir aðgerð er sú að þeir geta átt það til að æla eftir aðgerð sem getur valdið lungnabólgu og/eða köfnun, sem er ekki vandamál fyrir naggrísi.

Umönnun eftir aðgerðina

  • Sýklalyf og Verkjalyf
    Skalt biðja læknirinn um sýklalyf fyrir næstu 5 daga (t.d. bactrim) og mögulega verkjalyf fyrir næstu 3 daga. Verkjalyfin eru ekki nauðsynleg, en gagnleg ef naggrísinn verður fyrir átröskun vegna sársauka.
  • Handklæði sem undirlag
    Þú skalt nota handklæði sem undirlag á meðan naggrísinn er að jafna sig eftir aðgerðina. Skiptu oft um handklæði til að halda búrinu þeirra hreinu, getur notast við flísefni ofaná svo naggrísinn nagi ekki handklæðið eða notaðu flöt dagblöð ef ekkert annað er í boði (ekki rifin niður). Best er að nota ljóst handklæði svo þú getur betur fylst með ástandinu á þeim t.d. ef þeim blæðir.
  • Leyfðu þeim að vera í friði
    Hafðu sjúklinginn einn í búri svo hann fái frið til að hvíla sig. Fjarlægjið allt dót sem þeir venjulega klifra yfir til að minka áreynslu og erfiði þar til þeir hafa jafnað sig á aðgerðinni eftir 1-2 vikur.
  • Athugaðu aðgerðarsvæðið reglulega
  • Auka C-vítamín
  • Fylgstu með þyngdinni
  • Fylgstu með hegðun
  • Spurðu dýralækninn um aukaleg ráð

Heimildir: Neutering - surgery, Post-op care

Prenta/export
QR Kóði
QR Code geldingar (generated for current page)