Efnisyfirlit

Undirlag í botninn

Undirlagið er til þess að draga í sig hlandið svo naggrísirnir séu ekki gangandi í því. Þá yrðu þeir mjög skítugir og líklegri til að verða veikir. Margt er í boði sem hentar misvel fyrir dýrin og eigendur. Ég get ekki sagt að ég hafi reynslu af öllum þessum efnum en hef lesið mig til um það og séð eftirfarandi undirlög í boði hér á landi.

Þið ættið endilega að lesa hvað eru kostir og gallar hvers undirlags sem eru í boði. Vegna þess að þótt það sé í boði þá hentar það ekki endilega sem undirlag handa naggrísum


Náttúrulegar afurðir

Sag-Spænir

Invalid Link
Sag-spænir

Sag-spænir eru mjög ódýrt og auðfengið undirlag fyrir búrið þitt sem er mjög rakadrægt. Þú skalt að setja nokkra sentimetra þykkt lag af sagi í botninn á búrinu, ég set í kringum 5-8 cm þykkt. Passaðu þig á ryk-miklu sagi því það ertir viðkvæm lungun á naggrísum. Sagið ætti að vera úr harðviði (t.d. aspen).

ATH: ákveðnar viðartegundir hafa verið dæmdar sérstaklega hættulegar heilsu naggrísa: Sedru-viður (Cedar) og Fura (Pine). Ástæðan eru gufur sem viðurinn losar út í loftið og hafa skaðleg áhrif á öndunarfærin og lifrina. Cedar skaltu alls ekki nota. Furu-spænir eru samt taldar vera nothæfar í vel loftræstu rými, því minni lykt er af spænunum þýðir minna af þessum gufum, en greni er vægara en fura skilst mér.

Það er ekkert að marka ef það stendur „dust-free“ utan á umbúðunum, það er bara spurning um hversu mikið af ryki er í því. Það eru alveg hægt að finna sag sem er nánast rykfrítt en þú ættir að prufa róta í því frekar en að treysta á lýsingarnar utan á pakkanum. Gott ráð er að hafa stórt ílát með loki (eins og tunnu eða plast-kassa) sem þú getur tekið út í garð eða svalirnar til að brjóta niður sagið og losa um það. Þá fer mikið af rykinu út í loftið þegar þú rótar í saginu. Ef þú telur vera of mikið ryk í saginu: prufaðu sag frá öðrum framleiðendum eða stærri pakningar. Mín reynsla er sú að stærri pakkningar hafa oftast minnst ryk í sér.

Ef naggrísinn þinn er mjög viðkvæmur fyrir rykinu, þá viltu örugglega prufa aðrar týpur af undirlagi.

Sag-kögglar

Þeir eru mjög rakadrægir og draga úr lykt. Margir nota þetta sem rakadrægt undirlag með flísefni ofan á vegna þess að kögglarnir eru óþæginlega harðir undir naggrísanna til að ganga á. En hafðu í huga að þetta undirlag er einstaklega þungt, sérstaklega þegar það hefur blotnað. Þú getur stundum fundið sag-köggla merkta köttum til notkunar í kattarkössum.

Carefresh

Carefresh er pappírs-afurð (wood pulp) sem er mjög létt og lyktareyðandi. Þú skalt setja nokkra sentimetra þykkt lag í botninn undir naggrísina alveg eins og þú myndir gera með sag-spænir. Ég hef ekki prufað carefresh persónulega en það er mjög vinsælt erlendis.

Hampur, spænir (Hemp shavings)

Hampur er tegund af Kannabis plöntu sem lengi hefur verið ræktuð vegna trefjanna. Ég hef nýlega tekið eftir þessu til sölu í dýrabúðum, spænirnar sem eru gerðar úr kjarna plöntunnar. Oftast notað undir hesta. Samt skaltu aldrei nota neitt undirlag sem hefur verið verkað með olíum eða öðrum aukaefnum.


Annað

Handklæði (eða önnur rakadræg teppi)

Handklæði eru mjög sniðugt sem fjölnota undirlag, en það er ósnyrtilegt og óheilbrigt fyrir naggrísinn að standa ofan á hland-blautu undirlaginu því það læsir ekki í sig vökvanum.

Flísefni sem "yfirlag"

Flísefni er orðið mjög vinsælt í naggrísa-búrum um allan heim vegna þess að það fer vel með viðkvæmar fætur þeirra, kemur í veg fyrir að þeir standi í eigin hlandi og heldur þeim þess vegna þurrum og hreinum. Flísefnið skal alltaf vera notað með öðru rakadrægu undirlagi sem mun taka í sig hlandið. Handklæði henta rosalega vel sem undirlag með flísefni því það getur farið samferða í þvottavélina og spara þér kaup á einnota undirlagi.En notkun flísefnis hentar ekki öllum vegna þess að þú þarft að nenna að þrífa skítinn ofan af flísnum daglega og skella þessu í þvottavélina reglulega.

Kattarsandur

Þú skalt ekki að nota kattarsand undir naggrísina þótt það sé rakadrægt. Það er mikið ryk í því og önnur aukaefni sem eru skaðleg heilsu naggrísanna.


Léleg undirlög

Þau ættu helst að vera notuð sem tímabundin undirlög sem skipta þarf daglega eða oftar

Dagblöð

Hey

Þú ættir helst ekki að nota hey sem undirlag og alls ekki nota strá vegna þess þau eru oddkvöss og geta meitt naggrísinn þinn alvarlega. Heyið mun því ekki drekka í sig hlandið og þarf að skipta því út daglega. Það hentar þó ágætlega ofan á sagi til að halda því á sínum stað, en þarf samt að skipta því út daglega þar sem naggrísirnir pissa.

Ef þú ert að pæla í að setja hey í húsin/svefnstaðina, hafðu þá í huga: naggrísir eru ekki hamstrar. Þeir eru ekki að fara gera sér bæli til að sofa á, bara leggjast niður og hey er ekkert sérstaklega mjúkt. Svo eru stráin sem leynast stundum í því oddkvöss og geta stungist í t.d. augun á þeim.

Strá