Handmata naggrísi

Þegar naggrísir verða fyrir átröskun, þá er mikilvægt að aðstoða þá með handmötun til að koma í veg fyrir að meltingin á þeim stöðvist sem dregur þá mjög fljótt til dauða.

Átröskun: Lesa nánar um átröskun naggrísa

Af hverju er handmötun mikilvæg?

Handmötun getur skipt miklu máli þegar naggrísinn er veikur eða að jafna sig eftir veikindi, handmötun getur jafnvel bjargað lífi þeirra í neyðartilfellum. Átröskun í naggrísum er venjulega merki um önnur undirliggjandi veikindi svo það er mikilvægt að þú látir skoða naggrísinn þinn til að finna út orsökin eins fljótt og auðið er, ekki láta það bíða. Naggrísir geta dáið ef meltingarfærin á þeim slökkva alveg á sér, svo það er einstaklega mikilvægt að þeir haldi meltingunni gangandi, jafnvel ef það þýðir að þú þurfir að pína matinn ofan í þá. Handmötun kemur samt ekki í staðinn fyrir læknishjálp.

Hvenær þarf a handmata naggrísinn?

AÐVÖRUN! losaðu meltingar-stíflur áður en þú handmatar.
Sum vandamál eins og gas/þemba eða stífla í meltingarfærum þarf að meðhöndla FYRST áður en þú getur byrjað handmötun. Ef maturinn er ekki að hreyfast í gegnum meltingarfærin þá hjálpar handmötun ekkert þar til stíflan hefur verið losuð (t.d. með nuddi eða lyfjum). Ef meltingin hefur stöðvast (hættir að skíta) og/eða maginn á þeim er útþaninn (gas/þemba) þá skaltu fara til dýralæknisins STRAX! Vindverkir eru mjög sársaukafullir og naggrísir eru í raun ekki gerðir til að leysa vind auðveldlega, svo gas vandamál eru alltaf alvarleg.

Matur er lífið
Naggrísir eru gerðir til þess að vera á beit allan daginn eins og flestar aðrar grasætur, svo jafnvel eftir hálfan sólarhring án matar þá byrja frumur í lifrinni að slökkva á sér. Naggrísinn er eftir að deyja ef meltingarfærin slökkva alveg á sér svo það er einstaklega mikilvægt að halda meltingunni gangandi með handmötun ef naggrísinn neitar að borða af sjálfsdáðum. Ef maturinn fer ekki eðlilega í gegnum meltingarfærin getur það valdið meltingartruflunum eins og gasi/þembu. Vertu viss um að gefa naggrísnum nóg af trefjum og nauðsynleg næringarefni á meðan þú ert að handmata hann og ekki gleyma gefa þeim vatn að drekka ef þeir gera það ekki sjálfir.


Áhöld - hvað þarf ég að hafa?

Maturinn - hvað er besta fæðið?

Hægt er að kaupa á netinu „Critical Care“ sem eru matarpakkar ætlaðir smádýrum sem þurfa handmötun sem þú blandar við vatn, framleitt af Oxbow, en þeir vilja helst fá að heyra frá dýralækninum þínum áður en þú getur pantað (eða fá dýralækninn til að panta þetta). Margir sem nota Critical Care blanda út í það hveitigras-safa, lífrænum söfum eða barnamat í stað vatns til þess að bæta bragðið á því.

Síðan er hægt að nota venjulegt kögglafóður í staðinn til að búa til svipað mauk/hristing til að gefa naggrísnum að borða. Best er að mylja kögglana með kvörn eða mýkja þá upp í volgu vatni og kremja með skeið og blanda síðan við t.d. ferkst grænmetismauk, hveitigras-safa, lífræna safa eða barnamat, álíka og Critical Care. Kögglafóður inniheldur venjulega 18 - 20% gróft prótín og 10 - 16% trefjar. Sniðugt væri að safna saman mylsnunni sem myndast í botni fóður-pokans til að nota í þessum tilgangi

Köggla-hristingur og Critical Care eru margfalt betri en að gefa naggrísnum einfaldan barnamat, vegna trefja og næringarefna. Kögglafóður - undirbúningur fyrir handmötun

Ef þú hefur ekki aðgang að CriticalCare þurrblöndunni þá virkar alveg að nota kögglafóður í staðinn (ekki múslífóður). Ef naggrísinn þinn er ekki að borða hey, þá er sniðugt að bæta auka trefjum í viðbót t.d. hakka niður hveitigras eða gefa þeim hyskið utan af ferskri maísstöng.

Til að geta notað kögglafóðrið í handmötun þá þarf að undirbúa það fyrst. Það eru til nokkrar aðferðir og veltur helst á hvað þú hefur í höndunum til að vinna með: Mylja það með kvörn svo það verði að fínu dufti, leggja í bleyti í köldu vatni yfir nótt í ískápnum, eða bæta sjóðandi vatni til að leysa þá upp fljótlega. En hafðu í huga að C-vítamínið sem er til staðar í fóðrinu er ekki lengur áreiðanlegt í þeim aðstæðum, það brotnar niður við raka og hita. Best að gefa þeim vítamínið með öðrum leiðum.

Hver naggrís hefur sinn eigin smek, svo þú getur gert smá tilraunir með því að leyfa honum að smakka mismunandi vökva/mauk sem þú gætir síðan notað út í blönduna. Ef þeim finnst blandan góð á bragðið þá berjast þeir ekki eins mikið á móti handmötun, gætu jafnvel byrjað að borða blönduna af sjálfsdáðum.

Magn - hversu mikið skal gefa þeim?

Gott er að tala við dýralækni um hversu mikið skal gefa þeim, en hérna eru einhver viðmið:

Viktaðu naggrísinn þinn til að fá hugmynd um matarþarfir hans. T.d. naggrís sem er 1 kíló þarf kanski 60gr af þurrmat og 100ml af vatni. Hafðu í huga að naggrísir með átröskun hafa líklegast tapað einhverri þyngd áður en þú uppgötvaðir að þeir voru ekki að borða. Ef þér finnst erfitt að meta hversu mikið naggrísinn þinn er að borða, þá skaltu vikta hann áður og eftir að hann borðar matinn sinn. Að aðskilja veikan naggrís í stakt búr (nálægt félögum sínum ef þeir eru ekki smitandi) hjálpar þér líka að mæla hversu mikið þeir eru að borða sjálfir.

Þarmaflóran (Probiotics)

Það er mjög mikilvægt fyrir naggrísi að hafa heilbrigða þarmaflóru, bakteríur sem aðstoða við meltinguna og eru mjög mikilvægar til að vinna næringu úr fæðunni. Stundum þarf að laga flóruna ef einhvað kemur henni úr jafnvægi með því að láta naggrísinn borða einhvað sem inniheldur gagnlegar bakteríur fyrir þarmaflóruna. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef naggrísinn er á sýklalyfjum.

Það er möguleiki að dýralæknirinn gefi naggrísnum sýklalyf. Öll sýklalyf hafa áhrif á þarmaflóruna á einhvern hátt.
Hættuleg lyf
eins og pensilin hafa svo alvarleg áhrif á þarmaflóruna að það veldur óstöðvandi niðurgangi sem leiðir til dauða. En jafnvel sýklalyf sem mælt er með geta valdið vandamálum eins og niðurgangi. Þú getur spurt dýralækninn út í þann möguleika að gefa sýklalyfin með sprautu svo þau fari ekki í gegnum meltingarveginn.

Hálfur ferskur skíta-köggull úr heilbrigðum naggrísi, leyst upp í smá vatni, er ein besta leiðin til að leiðrétta þarmaflóruna í veikum naggrísum og bætt matarlistina, sérstaklega ef þeir eru á sýklalyfjum. Jafnvel naggrísir vita af þessu ráði og virðast leita sjálfir að skít úr heilbrigðum naggrísum til að borða. En yfirleitt væri þeim gefið þetta um 1 - 2 klukkustundum eftir að þeir fá sýklalyfin. Endilega gefa þeim það reglulega í gegnum alvarleg veikindi, jafnvel nokkru sinnum á dag.

Ekki gefa þeim jógúrt! Þótt að jógúrt hafi virka acidophilus gerla þá er það samt mjólkurafurð, ekki gott fyrir naggrísi (þeir eru grasætur).

Ef naggrísinn er á sýklalyfjum, þá skaltu fylgjast með ef eftirfarandi einkenni birtast: missir matarlystina, fær niðurgang eða síþreytu. Það geta verið merki um óþol við sýklalyfjunum, en reglulegar viðbætur fyrir þarmaflóruna getur bjargað matarlystinni vegna þess að öll sýklalyf hafa einhver áhrif á flóruna.

Aðferðir við handmötun

Gefið þeim kanski 20 - 25gr af blöndu með 15ml af hreinu vatni til hliðar á hverjum matartíma í einu. Það þarf að gefa þeim nokkru sinnum daglega (kanski 4 - 6 sinnum) til að halda meltingunni gangandi, og vera viss um að naggrísinn sé að fá rétta næringu.

Þú getur keypt ódýrar einnota plastsprautur í apótekinu og klipt stútinn af því svo það sé auðveldara að mata naggrísinn (því þéttari sem blandan er, þá þarf stúturinn að vera stærri). Gott er að hafa auka sprautu til að gefa þeim hreint vatn á milli munnbita til að skola matnum niður. Hafðu nóg af auka sprautum, þær eyðileggjast auðveldlega.

Það eru til nokkrar aðferðir, en ein helsta væri að gefa þeim matinn hægt og alls ekki hafa þá á bakinu (hærri líkur á því að maturinn fari niður í lungun og naggrísinn kafni eða fái lungnabólgu). Mörgum finst best að hafa naggrísinn lóðréttann á meðan verið er að mata hann. Vertu bara viss um að naggrísinn sé að kyngja. Stífari blöndur minka líkur á köfnun. Ef þú ert heppin þá gæti naggrísinn borðað matinn úr skeið ef honum finnst þetta vera algjört nammi.

Sumum finnst best að vefja naggrísinn í einskonar „poka“, aðrir halda á þeim svo þeir snúi frá sér á meðan verið er að mata þá. Einnig getur verið gott að hafa þá á borði á meðan þetta er í gangi.

Markmiðið hjá þér er að fá naggrísinn til að borða venjulega sjálfur, þess vegna skaltu bjóða honum venjulegan mat inn á milli til að sjá hvort matarlistin er komin aftur, hafa það í boði í búrinu hjá þeim.

ATH: naggrísir geta ekki ælt því sem fer niður í maga, passaðu þig þess vegna vel á því að gefa naggrísnum ekki of mikið af mat í handmötun. Ef þú sérð blautan poll sem lítur út eins og æla, þá er það í raun niðurgangur og ættir að fara með naggrísinn til dýralæknis strax (niðurgangur getur drepið hann).


Aðstoða veika naggrísi

Handklæði: þú vilt kanski hafa naggrísinn þinn á flötum handklæðum frekar en lauslegu undirlagi, það er auðveldara að ganga á því ef þeim líður illa, og þú getur þá betur fylgst með hversu mikið þeir pissa eða skíta.

Hlýja: sumir naggrísir gagnast alveg rosalega á auka hlýju

Verkjalyf: Ef naggrísinn þinn þjáist af miklum verkjum, vill varla hreyfa sig eða borða, þá getur þú spurt dýralæknirinn hvort hægt sé að gefa þeim einhver verkjalyf. En einungis í samráði við dýralækninn. Lesa meira um verkjalyf (á ensku)

Vikta daglega! ef naggrísinn þinn er veikur, þá skaltu vikta hann daglega eða oftar. Þetta er einstaklega mikilvægt ef naggrísinn þinn er með átröskun, sem þá hjálpar þér að fylgjast með hvort þeir eru að borða og hvort handmötun sé að hjálpa þeim.

Nudd eftir matartímann: Nuddið varlega naggrísnum um magann í 5-10 mínútur, ef hann hefur gas/þembu þá hjálpar þetta mikið. Hafðu naggrísinn á handklæði svo það verði engin slys ef hann gerir þarfir sínar á millitíðinni. Aðrar nudd-aðferðir: settu naggrísinn þinn ofan á titrandi nudd-púða, vefðu handklæði utan um rafmagns-tannbursta, eða settu kodda ofan á þurrkarann og leyfðu naggrísnum að upplifa titringinn.

Nokkur aukaleg ráð sem gætu hjálpað:

Það getur tekið 2-3 vikur eða lengur fyrir naggrísinn að jafna sig. Vertu þolinmóð og gefðu honum alla þína ást og umhyggju. Jákvætt umhverfi og athyggli getur gert mikið.

Naggrísir geta ekki leyst vind auðveldlega, það er rosalega sársaukafult fyrir þá (vindverkir).


Aðstoða unga

Sumir missa ungar móður sína snemma vegna fæðingarörðuleika. Aðrir ungar einfaldlega dafna ekki. Þú skalt vikta ungana þína strax eftir fæðingu og daglega eftir það í minsta kosti viku til að fylgjast með hvort þeir dafni vel og fái þá næringu sem þeir þurfa. Ef einhver ungi er að dragast aftur úr hinum (þyngist ekki eins og restin) þá ættiru að handmata ungann og skoða á honum tennurnar til að athuga hvort tennurnar gætu verið vandamálið. Vertu viss um að gefa þeim einstaklega hægt að borða, þeir geta auðveldlega kafnað á matnum.

Hér eru nokkur ráð fyrir umönnun yngri naggrísa:


Heimildir: Guinea Lynx (handfeeding), (anorexia), (probiotics) - Treatment of GI Stasis - Handfeeding guide - The Piggyhub