Naggrísir eru mjög fín gæludýr fyrir fjölskyldur þar sem allir hjálpast að við að hugsa um þá
En það er ekki sniðugt að gefa yngri krökkum naggrísi sem gæludýr vegna þess að staðreyndin er sú að flestir krakkar fá fljótt leið á því að sjá um dýrin eða meðhöndla þau rangt. Naggrísir eru viðkvæmir og geta stórslasast eða dáið ef þeir falla úr einhverri hæð, jafnvel úr mittishæð er áhættusamt.
Þótt þú gerir einhver af þessum mistökum þá þýðir það ekki að þú sért lélegur eigandi. Góðir eigendur leiðrétta það sem þeir gera rangt, frekar en að halda því áfram.