Í flestum tilfellum er fólk í rauninni með ofnæmi fyrir fylgihlutum naggrísa (t.d. hey og sag) frekar en fyrir dýrinu sjálfu. Endilega fara til ofnæmis-læknis til að láta athuga hvaða ofnæmi þú kannt hafa og hvort til séu lyf eða krem til að gera hluti einfaldari ef þú virkilega hefur ofnæmi fyrir naggrísum. Það er alveg mögulegt fyrir þig að lifa með ofnæmið án þess að þurfa gefa upp dýrið, allavega þess virði að reyna ef þú elskar dýrið þitt innilega (ættir ekki að nota ofnæmi sem eintóma afsökun). Alvarleg ofnæmi fyrir naggrísum er nefnilega ótrúlega sjaldgæf.
Einkenni ofnæmis
Asma: erfitt að anda
Kvef: stíflað, lekandi nef
Kláði í augum
Exem: útbrot, kláði í skinni
Ekki kenna hárunum um ofnæmið. Maður er vanur því að heyra að ofnæmi fyrir gæludýrum séu útfrá hárunum á þeim, en svo er ekki með naggrísi. Ofnæmis-valdurinn er í raun prótín sem eru til staðar í munnvatni, þvagi, eða framleitt af kirtlum í húðinni. Hárin eru bara góð leið fyrir þessi prótín til að berast um heimilið.
Eitt besta ráðið væri að EKKI hafa búrið í svefnherbekinu, helst fjarri því svo ofnæmisvaldurinn komist ekki auðveldlega þangað inn. Síðan er gott að hafa loft-hreinsitæki á heimilinu til að fjarlægja mest af því úr loftinu sem gæti orsakað ofnæmisviðbrögð. Ef þú hefur ofnæmi fyrir naggrísum þá er skaltu takmarka meðhöndlun og/eða notast við hlífðarfatnað (t.d. hanskar og svuntur) þegar þess er þörf.
Ef þú býrð með einhverjum öðrum sem gæti aðstoðað þig við umönnun naggrísanna, þá endilega reyndu að fá þá til að sjá um þá hluti sem orsaka mestu ofnæmisviðbrögðin hjá þér, t.d. þrífa búrið eða fylla á heyið.
Hér er listi yfir ýmis ráð til að hafa hemil á ofnæmisvaldi, hvort það sé heyið, sagið eða naggrísinn sjálfur.
Staðsetning:
Loftið:
Búrið:
Endilega fá einhvern sem hefur ekki ofnæmi til að þrífa búrið handa þér
Ef þú þarft sjálf að sjá um þrifin, þá skaltu vera í hönskum og nota ryk-grímu.
Þrífðu búrið UTANHÚSS. Það er örugglega þungt að bera, svo fáðu einhvern til að hjálpa þér
Þrífðu búrið oft, lámark 1x í viku. Notaðu hanska og grímu við þrifin. Þegar allt er búið, þá skaltu hafa lofthreinsi-tækið í fullum gangi næsta klukkutímann vegna þess að mikið af ögnum fara í loftið þegar verið er vinna í búrinu.
Ekki nota ofnæmisvaldandi undirlög. Prufaðu t.d. carefresh eða handklæði
Heyið/Gras:
Endilega fá einhvern sem hefur ekki ofnæmi til að skammta heyinu fyrir þig fyrirfram í pappapokum, sem þú getur síðan einfaldlega látið í búrið. Naggrísirnir eru þá eftir að hafa gaman af pokanum og borða heyið líka.
Þegar þú ert að fylla á hey-rekkana, gerðu það eins varlega og hægt er til að rykið og mylsnan fari ekki út um allt
Fylltu á heyið UTANHÚSS og geymdu það á afskekktum stað (t.d. í bílskúrnum, geymslunni eða á svölunum)
Notaðu grímu og gúmmí-hanska þegar þú meðhöndlar heyið. Ef þú hefur ekki grímu, þá getur þú vafið t.d. trefli um andlitið.
Þvoðu þér um hendurnar og handleggi eftir að þú meðhöndlar heyið
Fáðu einhvern sem hefur ekki ofnæmi eða asma til að sjá um heyið fyrir þig
Þegar nýbúið er að fylla á heyið, þá er gott að láta lofthreinsi-tækið ganga á fullu í klukkustund.
Lærðu að þekkja gæða hey. Rykugt, brúnt/gult gamalt hey er ekki gott fyrir neinn. Því meira ryk/mylsna sem er í heyinu, því líklegri er það til að erta þig.
Meðhöndlun og hreinlæti
Hafðu naggrísinn ofan á þykkum handklæðum frekar en beint á þér. Þvoðu síðan handklæðin strax eftir notkun.
Þvoðu þér almennilega um hendurnar (þau svæði sem naggrísinn hefur kanski snert) eftir þú hefur meðhöndlað naggrísi. Setja á þig einhvað krem til að koma í veg fyrir frekari útbrot hjálpar
Ekki láta naggrísinn frá þér á rúmmið, sófann eða aðra hvíldarstaði.
Forðastu að hafa naggrísinn nálægt andliti eða háls. Skinnið á því svæði er þynnra en á öðrum stöðum (t.d. höndunum) og er þess vegna miklu viðkvæmara.
Getur notast við hlífðarfatnað eins og t.d. grímur, bómullarhanskar, svuntur og rúllukraga (turtleneck) peysur
Skiptu um föt eftir að hafa meðhöndlað naggrísi. Gætir verið með ákveðnar peysur handa þeim tilgangi.
Þurrkaðu og ryksugaðu allt húsið oft og reglulega
Vertu með góða ryksugu á heimilinu með Hepa filter. Iðnaðar-ryksugur eru góður kostur því þær ná oft betur ryki en venjulegar heimilis-ryksugur.
Skiptu um teppi sem hefur gripið flösu/hár naggrísanna, eða þrífa það vel með teppahreinsiefnum
Lyf og aðrar meðferðir
Talaðu endilega við lækni sem getur skoðað þig fyrir ofnæmum til að staðfesta hvað áreitir þig
Fáðu skot, lyf eða krem sem þú gætir tekið fyrir ofnæminu
Prufaðu að bera Vaseline innan á nasirnar til að koma í veg fyrir að smáar agnir ráðist á viðkvæmar himnur innan í nefinu. Þurrkaðu það síðan í burtu eftir meðhöndlun
Kynntu þér möguleika á ónæmis meðferðum sem gætu læknað þig af ofnæminu (en það getur tekið marga marga mánuði)
Heimildir: CavySpirit - GuineaPigManual