Ertu með ofnæmi?

Í flestum tilfellum er fólk í rauninni með ofnæmi fyrir fylgihlutum naggrísa (t.d. hey og sag) frekar en fyrir dýrinu sjálfu. Endilega fara til ofnæmis-læknis til að láta athuga hvaða ofnæmi þú kannt hafa og hvort til séu lyf eða krem til að gera hluti einfaldari ef þú virkilega hefur ofnæmi fyrir naggrísum. Það er alveg mögulegt fyrir þig að lifa með ofnæmið án þess að þurfa gefa upp dýrið, allavega þess virði að reyna ef þú elskar dýrið þitt innilega (ættir ekki að nota ofnæmi sem eintóma afsökun). Alvarleg ofnæmi fyrir naggrísum er nefnilega ótrúlega sjaldgæf.

Ekki kenna hárunum um ofnæmið. Maður er vanur því að heyra að ofnæmi fyrir gæludýrum séu útfrá hárunum á þeim, en svo er ekki með naggrísi. Ofnæmis-valdurinn er í raun prótín sem eru til staðar í munnvatni, þvagi, eða framleitt af kirtlum í húðinni. Hárin eru bara góð leið fyrir þessi prótín til að berast um heimilið.

Að lifa með ofnæmið

Eitt besta ráðið væri að EKKI hafa búrið í svefnherbekinu, helst fjarri því svo ofnæmisvaldurinn komist ekki auðveldlega þangað inn. Síðan er gott að hafa loft-hreinsitæki á heimilinu til að fjarlægja mest af því úr loftinu sem gæti orsakað ofnæmisviðbrögð. Ef þú hefur ofnæmi fyrir naggrísum þá er skaltu takmarka meðhöndlun og/eða notast við hlífðarfatnað (t.d. hanskar og svuntur) þegar þess er þörf.

Ef þú býrð með einhverjum öðrum sem gæti aðstoðað þig við umönnun naggrísanna, þá endilega reyndu að fá þá til að sjá um þá hluti sem orsaka mestu ofnæmisviðbrögðin hjá þér, t.d. þrífa búrið eða fylla á heyið.

Hér er listi yfir ýmis ráð til að hafa hemil á ofnæmisvaldi, hvort það sé heyið, sagið eða naggrísinn sjálfur.


Heimildir: CavySpirit - GuineaPigManual