Efnisyfirlit

Ýmsar Staðreyndir

Cavia er ættkvísl af naggdýrum frá Suður-Ameríku, allir kallaðir naggrísir af ýmsum toga, en „Naggrísinn“ (Cavia porcellus) finnst ekki villtur í náttúrunni. Þeir koma upprunalega frá Andesfjöllum og hafa verið ræktaðir til manneldis á þeim slóðum síðan minnsta kosti 5000 árum fyrir Krist, og gera það enn. Það var ekki fyrr en fyrir rúmum 450 árum sem naggrísinn kom til Evrópu á skipum kaupmanna sem framandi gæludýr en elstu ritin sem nefna naggrísi eru síðan 1547. Enginn veit af hverju þeir voru síðan kallaðir „guinea pig“ en giskað er að þeir voru seldir fyrir eitt guinea (gullpeningur) og fræði heitið þeirra Porcellus er latneska fyrir „lítill grís“.

Nokkrar staðreyndir um naggrísi

Týpur af Naggrísum

Útlitið á feldinum á þeim getur verið margskonar alveg eins og persónuleikinn þeirra, en þetta er allt sama tegundin. Fólk hefur gefið þessum mismunandi týpum sérstök nöfn til að aðgreina þau og það eru jafnvel til keppnir/sýningar sem snúast algjörlega um feldinn á naggrísunum. Öll þessi afbrigði hafa orðið til vegna breytinga í genum og svo hefur mannfólkið stýrt þróun þeirra.

Ég er sjálf ekki með á hreinu hvaða týpur eru í boði hér á landi, en rósettur og slétthærðir eru algengastir.


Almennar upplýsingar


Heimildir: Wikipedia - Guinea pig health