Efnisyfirlit

Mataræði Naggrísa

Allt er gott í hófi, en það eru vissir hlutir sem ættu alltaf að vera í boði.

Matseðillinn

C-vítamín

Naggrísir framleiða ekki eigið C-vítamín og þurfa því að fá það úr mataræðinu. Yfirleitt fá þeir sinn skammt af því í gegnum ferskt grænmeti og þurrmat sem hefur viðbætt c-vítamín, en stundum þarf að gefa þeim það sérstaklega í formi tyggjanlegrar töflu (1/4 af töflu) eða fljótandi í dropateljara.

Vatn

Naggrísir þurfa að hafa aðgang að hreinu vatni, helst í vatnsflösku með stút hreinlætisins vegna. Ef þú notar skál með vatni þá eiga naggrísirnir auðvelt með að menga vatnið þegar skítur dettur ofan í það. Best er að hafa flöskuna í þeirri hæð að þeir þurfa lyfta hausnum til að ná í stútinn.

Hey/Gras

Naggrísir eru grasætur og þurfa því alltaf að hafa aðgang að góðu heyi/grasi, sem á að vera 80% af mataræðinu þeirra.

Þurrfóður

Naggrísir þurfa góðan þurrmat sem hefur viðbætt C-vítamín. Það eru til tvær týpur af þurrfóðri: Múslí-fóður sem er blandað, og köggla-fóður þar sem allir bitarnir eru eins. Þú skalt skoða innihaldið á fóðrinu áður en þú kaupir, vegna þess að mörg fyrirtæki sem framleiða þurrfóður halda að þetta séu bara stórir hamstrar.

Grænmeti

Gefið naggrísunum ferskt grænmeti daglega svo þeir fá nóg af vítamíni. Grænmetið sem hefur sterka og skæra liti hafa oftast mestu næringuna.

Forðist Eftirfarandi Hluti

Alls engin fjölvítamín! Einfalt C-vítamín er í lagi, en fjölvítamín eru það ekki. Of mikið af uppleisanlegum vítamínum eins og A- og D- geta valdið alvarlegum vandamálum fyrir naggrísina.


Heimildir: Guinea Lynx