Efnisyfirlit

Meðhöndlun og fyrirbygging hægðatregðu (impaction)

Kynfærin og bakpokinn (perinal sac) er svæði sem þú þarft að fylgjast vel með, sérstaklega þegar þú ert með karlkyns naggrís. Þú ættir alltaf að skoða þau þarna reglulega til að vera viss um að allt sé hreint og heilbrigt.

Ef þú skoðar raufina á kynfærunum (beint fyrir neðan tippið/snípinn) og togar hana varlega í sundur, þá sérðu pokann (perinal sac) og er í raun 95% af svæðinu, þakið klístruðu efni sem tveir litlir kirtlar framleiða, síðan er endaþarmurinn lítið op sem úr kemur bæði sérstakir mýkri kögglar (caecal pellets) og venjulegir skíta-kögglar. Pokinn á að grípa þessa mýkri köggla svo naggrísinn getur borðað þá þegar þeim hentar, á meðan þeir stífari fara beint út.

Hægðartregða (impaction) er líkamlegt ástand sem karldýrin geta þróað með sér þegar þeir verða eldri, kvenndýr og yngri karlar eru ólíkleg til þess að lenda í því vegna þess að pokinn þeirra er miklu minni. Það sem gerist er að vöðvarnir í kringum endaþarmsopið verða slakir og eiga erfiðara með að ýta út þessum sérstöku mýkri skíta-kögglum sem naggrísir venjulega borða aftur, þeir þjappast saman þarna í pokanum og eigandinn þarf þá að aðstoða hann með því að tæma úr pokanum reglulega og þrífa.

Stórt búr og næg hreyfing er góð til að fyrirbyggja gegn þessari hægðartregðu og halda karlinum þínum heilbrigðum og ánægðum. Jafnvel að hafa orkumikinn félaga í búri sem ýtir undir þá nausynlegu hreyfingu hjálpar mjög mikið. Samt eiga heilbrigðir karlar það til að safna kuski í þennan poka einhvernveginn, t.d. hey, sag og hár, þú vilt fjarlægja draslið sem safnast í þessum poka eftir þörfum og fylgjast með því að þeir séu heilbrigðir.

Hægðartregða (impaction) er eftir allt saman vegna þess að vöðvarnir verða slakir, þess vegna er mikilvægt að naggrísinn fái að halda sér í góðu formi með nægri hreyfingu.

Fleirra

Heimildir