Hreinlæti og Þrif
Hversu oft þarf ég að þrífa búrið? Þú getur hlustað á nefið á þér, það á ekki að lykta illa í búrinu. Venjulega þarf að taka búrið alveg í gegn lámark einu sinni í viku. Flestir eigendur yfirfara búrið fljótlega á hverjum degi, aðrir skipta alveg um undirlag á 4 daga fresti, handklæði þurfa stundum að vera skipt út daglega. En það veltur alveg á þinni aðstöðu hversu oft þú þarft að þrífa búrið:
Regluleg hreingerning heldur naggrísunum þínum heilbrigðum. Ef þú þrífur oftar þá kemur þú í veg fyrir að þvagið í undirlaginu brotni niður í ammóníu, sem fer ekki vel með öndunarfæri dýranna. Auk þess þá kemur það í veg fyrir vöxt á bakteríum, sem minkar líkur á því að naggrísirnir fái t.d. þvagfærasýkingu eða aðrar sýkingar.
Edik í hreingerningar
Edik (vinegar) er mjög gagnlegt í þrifum í kringum naggrísina. Það er ekki einungis öflugt gegn bakteríum, það er líka sýra. Þar sem þvag er basískt þá vinnur edik einstaklega vel til að hreinsa burt hlandstein sem safnast up í botninum á búrinu.
Það fjarlægjir vonda lykt (mörg hreinsiefni bara fela lyktina)
Það hefur sótthreinsandi eiginleika (öflugt gegn bakteríum)
Það kemur í veg fyrir að kalk/hland-skán myndist ef notuð reglulega
Það leysir upp kalk/hland-skán ef látið liggja á blettunum
Það getur mýkt upp þvottinn þinn ef þú bætir því í skol-ferlið og fjarlægjir sápulykt
Hreinsa vatnsflöskuna
Gott er að hrista flöskuna annað slagið yfir vaskinum með smá krafti svo kúlan innan í stúts-rörinu fari á ferð, vegna þess að naggrísir eiga það til að troða matarleifum inn í stútinn og stífla hana þannig.
Síðan er hérna gott ráð til að þrífa skítuga flösku að innan þegar skán er farin að myndast og erfitt er að hreinsa það:
Takið smávegis af þurrum hrísgrjónum og setið í flöskuna
Setjið smá-slatta af vatn í flöskuna
Haldið fyrir stútinn með lófanum og hristið rækilega
Þegar allt er búið að losna úr flöskunni, þá getur þú hellt öllu úr og skolað flöskuna
Þrífa kalk/hland-stein úr klósethornum og búrbotnum
Gott er að gera þetta inn á baðherbeki eða einhverstaðar sem þú getur síðan spúlað botninn með vatni eftir á
Tæmið botninn, takið allt undirlag úr því
Hellið slatta af edik í botninn svo það nái yfir blettina
Láttu þetta liggja í 10 mínútur eða lengur, edikið mun leysa upp skánina
Þegar allt er laust þá getur þú einfaldlega hellt edikinu úr og spúlað botninn með vatni
Nú ætti botninn/klósetthornið að líta út eins og glænýtt
Losa hár úr flísefni (eða öðrum efnum)
Það er best að fjarlægja eins mikið af hárunum úr efnum áður en þau fara í þvottavélina.
Vertu með bala af vatni ofan í baðkerinu/sturtunni.
Vatnið þarf ekki að vera heitt, en volgt er þæginlegt þegar þú ætlar að nota hendurnar í því.
Best er að hafa sérstakt sigti yfir niðurfallinu til að grípa hárin sem losna, þau finnast t.d. í Byko
Settu efnið alveg í kaf ofan í balanum og hristu örlítið í því til að losa hárin
Hárin vilja losna úr blautu efninu og fljóta upp á yfirborðið
Gott er að hafa sturtu-hausinn ofan í balanum svo hreyfing sé á vatninu, hárin fara í burtu með vatninu sem flæðir út fyrir
blautar hendur eru alveg furðulega góðar til að ná hárum úr flísefni:
Taktu blautt flísefnið úr balanum
Strjúktu blautum höndum yfir efnið, hárin vilja loða við hendina á þér
Skolaðu hendurnar í vatns-balanum, og svo haldið áfram að strjúka yfir efnið
Þegar ekki nást fleirri hár úr efninu, þá getur þú skellt þessu i þvottavélina
Þrífum búrið
Þetta er hvernig ég hef verið að þrífa búrið mitt sjálf. Ég reyni að gera þetta sem einfaldast, ef það tekur stuttan tíma að taka búrið í gegn þá erum við ekki að trufla naggrísina eins mikið.
Best er að gera þrifin á svipuðum tíma dags, naggrísir eru mjög vanafastir og frekar fljótir að læra þekkja dagsrkánna. Sjálf geri ég þetta á kvöldin þegar allt er rólegt, og gef þeim síðan skammt af grænmeti þegar ég er búin.
Ef búrið þitt er lítið þá er best að færa naggrísina á tímabundið svæði þar til búið er að yfirfara búrið. Skalt hafa það einhvað sem þær meiga pissa á svo þær þurfa ekki að halda í sér
Mínir naggrísir annað hvort flýja á svæði sem ég er ekki að þrífa, eða fara labba í kringum fægiskúffuna meðan ég er að vinna eins og þau séu að sanna hversu djarfar þær geta verið
Naggrísir gera mestar þarfir sínar á meðan þær eru að borða, þess vegna er oftast mesti skíturinn nálægt heygrindinni.
Þegar þú ert með flísefni: Það er þæginlegt að hafa afmarkað matarsvæði undir heygrindinni fyllt með sagi eða öðru undirlagi, þá helst restin af búrinu lengur hreint og þarft þá ekki að taka allt búrið í gegn eins oft. Þetta getur verið gert úr lágum plastkassa sem þær geta hoppað ofan í, eða skorið glugga í box með hærri hliðum svo þær komist inn á matarsvæðið
Dagleg þrif
Fyrst tek ég dótið af svæðinu sem ég er að fara þrífa
Síðan tek ég fægiskúffuna mína og tek það helsta
Þegar öllu er lokið, þá skila ég dótinu þeirra og þríf á mér hendurnar auðvitað
Sagkassinn tekinn í gegn
Fyrst tek ég dótið og matarskálina úr sagkassanum
Sópa upp öllum skít og heyi sem eru á yfirborðinu svo það líti frekar hreint út
Finndu öll helstu pissuhornin, sem eru þá orðin áberandi dökk vegna hlands, og taktu það í burtu með fægiskóflunni
Þegar allt blautt sag er farið, þá færi ég þurra sagið á svæðinu út í öll horn og enda. Þá verður miðjan á kassanum yfirleitt tóm.
Síðan tek ég nýtt sag og filli upp í kassan (hafðu þetta nokkra sentimetra þykkt lag af sagi)
Sniðugt er að klára dæmið með því að reyna þjappa saginu niður í kassan aðeins, það hjálpar að minka hversu mikið það dreifist um búrið ef þú notar flísefni líka
Flísefnið tekið í gegn
Þú skalt hafa auka sett af undirlagi og flísefni til skiptana svo naggrísirnir þurfi ekki að bíða þvottinum
Fyrst tek ég dótið úr búrinu
Taktu fægiskúffu og sópaðu upp öllu lauslegu ofan af flísefninu
Dragðu handklæðið undan flísefninu, ég læt það bíða í þvottavélinni þar til ég get sett flísefnið með
Reyndu að ná restinni af kuskinu af flísefninu, búrbotninn getur gripið það.
Þegar allt kusk er farið úr efninu, þá getur þú skellt því í þvottavélina með handklæðinu
Ef það er mikið af hárum í flísefninu, þá getur þú prufað að drekkja því í bala af vatni fyrst. Útskýringar eru hér ofar á síðunni
Yfirleitt set ég þvottinn á 60°C, Neutral þvottaduft (einhvað sem er fyrir viðkvæma húð og án ylmefna).
Ekki nota mýkingarefni! en sniðugt er að setja edik í hólfið í staðinn, það mun fjarlægja vonda lykt og fleirra
Þú getur slept því að nota þvottaefni og bara skvett slatta af edik út í þvottinn, það virkar gegn þvaginu.
Gerðu búrið tilbúið á meðan þú bíður eftir vélinni
Ryksugaðu kuskið úr búrbotninum
Strjúktu yfir botninn með edik
Settu nýtt undirlag og flísefni í botninn
Skilaðu dótinu í búrið og naggrísunum
Þegar þvottavélin er búin:
Hristu rækilega úr efninu til að ná mest af hárunum úr því. Best væri að gera þetta úti í garði/svölunum og á meðan efnið er ennþá rakt. Mest af hárunum eiga það til að stökkva úr flísefninu yfir í handklæðið á meðan það er í þvottinum.
Stundum hristi ég úr þessu yfir baðkerinu ef ég get ekki notað svalirnar og ryksuga upp draslið sem dettur af því
Þú mátt setja þetta í þurrkara, en þú skalt þá taka flísefnið snemma úr vélinni, og passa upp á það að filterinn fyllist ekki af hárum (stundum þarf að tæma filterinn inn á milli ef mikið var af hárum). Alls ekki nota nein þurrku-blöð eða önnur efni sem mýkja upp þvott í þurrkara
Heimildir: Versatile Vinegar - GuineaPigCages - Guinea Lynx