Efnisyfirlit

Hlaupa-lús / Flösu-maur

Flösu-maurinn er sérhæfður til að lifa einungis á naggrísum, þess vegna er engin hætta á að hann stökkvi yfir á okkur. Þetta kallast líka „hlaupa lús“ vegna þess að sníkjudýrið iðar mjög augljóslega, einstaklega áberandi á dökkum feldi.

Auðvelt er að losna við þessi sníkjdýr, þú þarft bara að sótthreinsa umhverfi þeirra svo engar líkur er á að hann smitist aftur eftir meðferðina. Ótrúlega algengt er að naggrísir hafi lúsina, sérstaklega ef þeir koma úr gæludýrabúðum, og stundum getur grísinn verið með lúsina þótt hann sýnir engin einkenni (og erfitt getur verið að taka eftir henni á hvítum feldi)

Þetta er líka ein af ástæðunum til að einangra nýja naggrísi sem þú ert að fara bæta í hópinn, til að geta uppgötvað sníkjudýr eða veikindi áður en það getur smitað hina grísina

Helstu staðir sem lúsin heldur sig eru á hnakkanum, bak við eyrun, á bakinu og afturendanum. Lúsin sést alveg með berum augum og geta verið allt að 1 - 1,5mm á lengd, hvít eða gul á litinn. Til þess að sjá auðveldlega í hársvörðinn á naggrísnum skaltu notar puttann til að strúkja upp á móti feldinum, og ef þú sérð hvítt ryk eða flösu þá skaltu fylgjast vel með til að sjá hvort þessi „flasa“ hreyfi sig, þeir eru alltaf á iði. Skoðið naggrísinn alveg rækilega

Meðferðin

Meðferðin sjálf er einfaldlega nokkrir dropar af Selametchin í hársvörðinn á hnakkanum og hreint búr sem er laust við lúsina. Þessi skref geta aðstoðað þig í hreingerningunum til að útrýma lúsinni úr umhverfinu þeirra. Lyfið er virkt í 4 vikur er mér sagt.

Sótthreinsa allt naggrísadótið

Helstu aðferðir til að sótthreinsa dótið þeirra er að sjóða eða frysta, það drepur lúsina og eggin. Ef dótið má fara í þvottavélina á suðuþvott endilega gera það þá, annars koma því fyrir í frystinum í einhvern tíma (t.d. yfir nóttina eða lengur). Ef dótið er úr plasti sem auðvelt er að þrífa, þá getur þú einfaldlega spúlað það með heitu vatni í baðkerinu/sturtunni og þrifið með sótthreinsandi efnum.

Sótthreinsa búrið þeirra

Ef þú ert með flísefni í búrinu þá getur þú einfaldlega sett auka-settið þitt í suðuþvott til að sótthreinsa það, svo það taki styttri tíma að skipta öllu þegar þú byrjar meðferðina (bara vera viss um að það komist ekki í snertingu við neitt smitað af lús). Henda þarf öllu einnota undirlagi (t.d. sagi) og strjúka yfir botninn með edik eða öðru sótthreinsandi efni. Ef þú getur þá skaltu endilega skella botninum í baðkerið/sturtuna og spúla það með heitu vatni. Auðvitað þarftu líka að hreinsa girðinguna/rimlana, t.d. úða það með sótthreinsandi efnum og strjúka svo yfir.

Baða naggrísinn

Sniðugt er að baða naggrísinn til að losa allt lauslegt úr feldnum og þurrka honum áður en þú gefur þeim lyfið. Þú þarft ekki endilega að nota nein sérstök lúsa-sjampó, sjálf nota ég bara venjuleg mild sjampó sem má nota á naggrísi.

Lyfið: Selametchin

Invalid Link
Stronghold Selametchin

Þetta lyf er einnig notað gegn sníkjudýrum á hundum og köttum og hefur virkað mjög vel gegn lúsinni á naggrísum. Hægt er að kaupa lyfið og setja það sjálf á dýrin heima. Ein 15mg túpa dugar á tvo fullorðna naggrísi, en þú skalt samt vikta naggrísina til að vera viss um að gefa þeim réttan skammt vegna þess að léttari grísir þurfa kanski dropanum færri af meðalinu (talið við dýralækni um skammta stærð).

Ef þú ferð með grísina til að láta dýralækninn gefa þeim lyfið, þá skaltu hafa sótthreinsað búr tilbúið handa þeim þegar þeir koma heim aftur. Þæginlegt er að hafa auka búr á heimilinu sem einskonar „biðstofu“ handa þeim á meðan þú sótthreinsar aðal búrið þeirra.

Þetta er auðvitað ekki eina lyfið sem getur virkað á lýsnar, en ég hef sjálf ekki reynslu á öðrum lyfjum þegar kemur að lúsinni, þetta er það sem dýralæknar hér á landi hafa gefið mér

Til þess að koma í veg fyrir að þurfa gefa þeim lyfið aftur eftir 4 vikur, þá skaltu algjörlega útrýma lúsinni í kringum þá svo hún geti ekki einfaldlega hoppað aftur á þá. En ég mæli með því að skipta út öllu undirlagi og sótthreinsa allt aftur áður en þessar 4 vikur eru liðnar svo ekkert fari framhjá manni.


Heimildir: Guinea Lynx