Efnisyfirlit

Allar upplýsingar á þessari síðu koma frá Guinea Lynx sem er góð upplýsingagátt, svo ítarlegar um allt tengt heilsu naggrísa að jafnvel dýralæknar nýta sér hana.

Ég ætla ekki að vera þýða mikið af því efni, en ætla reyna fara yfir það algengasta eða þýða hvað hlutinir kallast á íslensku (uppfært þegar ég læri nýja hluti)


Fótasár (Pododermatitis/Bumblefoot)

Ulcerative pododermatitis, þekkt sem „bumblefoot“ á ensku, er sársaukafull sýking undir fótum. Ilin er bólgin og stundum með opið sár. Í mjög alvarlegum tilfellum þá vill naggrísinn ekki hreyfa sig, verður þunglyndur og horaður. Ef sýkingin nær inn að beini þá þarf líklega að fjarlægja fótinn. Ef ekkert er gert í málunum þá getur þetta valdið dauða.


Ástand: Hægðartregða? (Impaction) - tengist karldýrum

Eldri karldýr geta þróað með sér svokallaða hægðartregðu (impaction). Naggrísir eru með sérstakan „endaþarms-poka“ (perineal sac) sem safnar saman mjúkum hægðum (Cecal pellets). Þegar vöðvarnir í endaþarminum verða slakir og geta ekki lengur ýtt sjálfir út þessum sérstöku hægðum þá pakkast þær saman í þessum poka. Eigandinn verður þess vegna að aðstoða hann reglulega með því að tæma hann.


Sýking í Öndunarfærum (URI/Upper Respiratory Infection)

Uppþemba (bloat)


Heimildir: Guinea Lynx