Hér er listi yfir nokkra dýralækna og stöðvar sem vert er að kíkja á. Vegna þess að naggrísir teljast sem „framandi/exotic“ gæludýr þá getur verið erfitt að finna lækna sem virkilega hafa reynslu á þeim hér á landi.
Listinn er ekki tæmandi: Endilega hafið samband við mig ef þið viljið bæta við hann
Alveg sama hvert er farið þá er alltaf best að hringja og panta tíma þegar þú ert með einhvað annað en ketti og hunda, þá getur þú fengið tíma hjá þeim lækni sem hefur mestu reynsluna á naggrísum á þeim stað.
Hér eru nokkrir hlutir sem þú getur átt von á að dýralæknirinn geri
Læknirinn gæti þurft að taka Rönken mynd til að skoða innyfli eða athuga hjartað á þeim, sérstaklega í eldri naggrísum.
Ef tekin eru þvag/blóðsýni, þá skal gera það ÁÐUR en þeim er gefin einhver lyf til að fá nákvæmari niðurstöður.
Þvagsýni hjálpar við að athuga fyrir t.d. þvagfærasýkingu. Best er að sýnið sé tekið innan sólarhrings til könnunar og geymt í kæli svo bakteríur í þeim geti ekki fjölgað og skekkt útkomuna. Einfaldasta leiðin til að ná þvagsýni er að hafa naggrísinn í bala eða bakka þar til þeir geta ekki lengur haldið í sér og pissa.
Blóðsýni er nákvæmara og getur komið upp um t.d. nýrnabilun. Reglubundin blóðkönnun er venjulega allt of stressandi fyrir naggrísinn vegna þess að erfitt er að ná sýni: klippt á þeim neglurnar í kvikuna svo þeim blæðir, eða svæfðir svo hægt sé að nota nál.
Þú gætir þurft að handmata naggrísinn á meðan þeir eru veikir eða jafna sig á aðgerð. Naggrísir geta dáið mjög fljótt ef meltingin á þeim stöðvast.
ATH: Ef þörf er á sýklalyfjum, þá skaltu vera viss um að dýralækninn gefi naggrísnum þínum EKKI PENSILÍN LYF
Naggrísir eru mjög duglegir að fela veikindi, það er innbyggð sjálfsvörn til að koma í veg fyrir að rándýr velji þá sem auðvelda bráð útfrá hegðun. Það gerir það að verkum að naggrísinn þrjóskast til að fela öll einkenni fyrir lækninum í byrjun. Ef dýralæknirinn er þolinmóður og tímir að bíða í 10-15 mínutur, þá er naggrísinn oftast eftir að róa sig og sýnir þá einkenni veikinda sinna.
Þú skalt íhuga að taka annan naggrís sem félagskap í ferðina, ef hann er ekki í einangrun vegna smithættu. Það minkar stressið og það hjálpar dýralækninum að geta borið þá saman.
Jafnvel ef dýralæknirinn hefur mikla reynslu á naggrísum, þá hjálpar það þeim rosalega að geta borið hann saman við heilbrigðan naggrís. Þótt það gæti kostað þig aukalega til að taka rönken mynd af þeim báðum, þá flýtir það rosalega fyrir greiningu ef þeir hafa ekki neitt til að miða við.
Heimildir: Visiting the vet, Common mistakes