Efnisyfirlit

Búrstærðir og Upplýsingar

Hérna er upprunalega taflan um búrstærðir:

Guinea pig Cage Size Standards
MINIMUM Number of
Guinea Pigs*
PREFERRED
Area Grids Size - Area Grids Size
7.5 ft²
2×3 grids 27„ x 41“ 10.5 ft² 2×4 grids27„ x 56“
7.5 ft² 2×3 grids 27„ x 41“ 10.5 ft² 2×4 grids27„ x 56“
10.5 ft² 2×4 grids 27„ x 56“ 13 ft² 2×5 grids27„ x 71“
13 ft² 2×5 grids 27„ x 71“ 16 ft² 2×6 grids 27„ x 84“
* for male pairs or groups of all males, go up one cage size * you should almost always adopt two non-breeding guinea pigs,
not just one. They are happier and healthier in pairs or more. Note: A Grid is LARGER than a foot! 2×3 grids is LARGER than 2×3 feet!

Stærra er betra! Fyrir heilsu og velferð naggrísa, umfram lámarks þarfir, þá ættir þú að bjóða þeim upp á eins stórt rými og þú hefur kost á að gefa. Að smíða eigið búr handa þeim er frekar ódýrt og getur jafnvel verið skemmtilegt verkefni, auk þess bjóða dýrabúðir sjaldan upp á búr sem eru hæfilega stór miðað við nýja staðla. Þú munt sjá góðar breytingar í hegðun naggrísins þíns ef þú fylgir eftirfarandi stöðlum.

—-

Hvers vegna svo stórt?

Flest búrin sem gæludýrabúðir bjóða upp á eru tignarleg klósett. Ekkert dýr ætti að þurfa lifa ofan í klósettinu sínu. Og þótt þú þrífir daglega eða oftar til að halda búrinu hreinu, þá þurfa naggrísir nóg pláss til að geta hlaupið í hringi en venjulega er allt pláss farið þegar allt dótið þeirra er komið í búrið: heygrindin, matardallur, felustaðir og fleirra. Efri hæðir og heyloft ættu ekki að teljast með þegar verið er að spá í fermetra fjölda, jafnvel pallar sem notaðir eru til að ná upp í efri hæðir taka pláss frá grunn-hæðinni.

Kostir við að hafa stærra búr

Hvar fæ ég búr?

Búr úr gæludýrabúðum

Það er staðreynd að það getur verið erfitt að finna hæfilega stór búr í dýrabúðum hér á landi. En hér eru nokkrir punktar til að hafa í huga ef þú ferð að skoða þér tilbúin búr í dýrabúðinni.

Heimasmíðað búr

Það er ýmislegt hægt að gera þegar maður smíðar búrið sjálf, helsti kosturinn er að geta stjórnað stærð búrsins, úrvalið í búðinni eru ekki takmörkin þín. Þetta er í raun skemmtilegri leiðin ef þú hefur tíma og hæfileika til að byggja búr sjálf.

Guinea Pig Cages er góð síða til að skoða ýmis heimasmíðuð búr, og svo er alltaf hægt að nýta sér google mynda leit.

Samsett Eininga búr (C&C)

Coroplast / Bylgjuplast

Svoköluð C&C búr eru mjög vinsæl (sem stendur fyrir „Cubes and Coroplast“ sem þetta kerfi byggist á).

GuineaPigCages store er líklegast fyrsta vefverslunin sem seldi svona búr. En það þýðir ekki að það sé eina búðin í boði (þessi er nefnilega stödd í Bandaríkjunum). Gaman að skoða hana til að fá hugmyndir samt.

Hvað skal forðast?

Smá listi til að hafa í huga þegar verið er að spá í búrum:

Fleirra

Heimildir