Ein helsta ástæða fyrir átröskun hjá naggrísum eru veikindi, og þar sem naggrísir þurfa nauðsynlega að halda meltingunni gangandi stanslaust þá getur það fljótlega orðið lífshættulegt ef þeir borða ekkert í lengri tíma.
Ef naggrísinn þinn er hættur að borða mat og skíta/pissa, þá skaltu fara með hann til dýralæknis strax! 6-12klst er langur tími án matar fyrir þá. Ef naggrísinn þinn er að léttast (eða ungar ekki að þyngjast) þá er það mikið áhyggjuefni.
Handmata naggrísi: Skoðið hérna nánari upplýsingar um handmötun
Óleiðréttanlegt ketósu ástand (ketosis) getur þróast hjá naggrísum jafnvel þótt þeir byrji aftur að borða mat. Þess vegna er mikilvægt að þeir séu ekki án matar í lengri tíma, jafnvel ef það þýðir að þú þurfir að handmata þá, það virkilega getur bjargað lífi þeirra.
Hvernig þróast ketósu ástand? Í hungurverkfalli byrjar líkaminn að nýta sér eigin orkubirgðir til að halda áfram starfsemi. Fyrst um sinn nýtir hann sér kolvetnisbirgðirnar (glúkósa/þrúgusykur) og fitu, sem endist mjög stutt. Síðan fer líkaminn að nýta sér amínósýrur (grunneining prótína) sem eru t.d. vöðvar og lifur. Vöðvar fara að rýrna til að halda restinni af líkamanum og heila gangandi. Fljótlega fer líkaminn í Ketósu-ástand þegar hann byrjar að búa til svokallaða „Ketóna“ úr fitu, sem veldur minkandi matarlyst, hægist á efnaskiptum og líkaminn fer að spara alla orku (þetta gerir hann til að þrauka sem lengst).
Ef meltingin á þeim er að stöðvast þá er það stóralvarlegt og ættir að fara til dýralæknis strax!
Heimildir: GuineaLynx: Anorexia - Treatment of GI Stasis