====== Naggrísa skítur ====== Það er þekkt fyrirbæri að naggrísir eru litlar verksmiðjur með frekar stöðuga framleiðslu á litlum skítakögglum. Þess vegna er mikilvægt að taka eftir ef eitthvað kemur upp á þessa framleiðslu, hvort það sé óvenjulegt útlit eða lítil/engin framleiðsla. ===== Tegundir Skítaköggla ===== ==== Lítill og Þurr skítur ==== {{files:images:piggies:poop_dry.png?200|Þurr skýtur}} Ef þeir koma þannig út úr þeim, þá er það er merki um ofþornun, og naggrísinn ætti að vera að drekka mikið meira vatn. * Naggrísir ættu að drekka um 10% líkamsþyngdar sinnar af vatni daglega, og endast bara í sólarhring án vatns. ==== Dropalaga skítur ==== {{files:images:piggies:poop_tears.png?200|Þurr skýtur}} Dropalaga skítur getur verið merki um meltingartruflanir, að það sé eitthvað í gangi í görnunum á þeim. * Naggrísinn gæti mögulega verið að fá of lítið af trefjum og heyji í mataræðinu ==== Klumpa skítur ==== {{files:images:piggies:poop_clumps.png?300|Þurr skýtur}} Þetta getur verið merki um vandamál í görnum eða slakir endaþarms vöðvar á eldri naggrísum * Ef naggrísinn er að upplifa hægðartregðu, þá gætir þú tekið eftir að þeim þykir erfitt að skíta eða hegða sér eins og þeir væru að skíta en ekkert kemur út * Vertu viss um að þeir hafi nóg vatn og hey * Forðist að gefa naggrísnum korn (fræ, brauð, kornvörur) >> [[impaction|Lesa meira um meðferð og fyrirbyggingu hægðartregðu]] ==== Grænn skítur ==== {{files:images:piggies:poop_green.png?200|Þurr skýtur}} Þeir eru eins og venjulegir skítakögglar, en þeir eru mýkri og með grænum tón. * Þetta er hin tegundin af venjulegum og heilbrigðum naggrísaskít sem maður sér sjaldan því þeir borða hann strax * Þessa köggla borða þeir aftur til að melta betur matinn og fá meiri næringu ==== Lyktandi klessulegur skítur ===== {{files:images:piggies:poop_mushy.png?200|Þurr skýtur}} Lyktandi og/eða blautur skítur gæti bent á næringarleg eða matartengd vandamál, eða í versta falli niðurgangi * Venjulega er engin áberandi lykt af skítnum þeirra (nema hann verði blautur kannski) * Ef þeir borða mikið af vatnsmiklu grænmeti/ávöxtum, þá getur það gert skítinn þeirra blautari * Niðurgangur er stórhættulegur fyrir naggrísi, það getur haft fylgikvilla eins og þreytu, ofþornun, litla/enga matarlyst og mögulega lægri líkamshita * Ef um niðurgang er að ræða, þá skal strax koma því í lag, læknisferð ef þig vantar hjálp. ==== Rauður / Blóðugur skítur ==== {{files:images:piggies:poop_blood.png?300|Þurr skýtur}} Farðu til dýralæknis strax með naggrísinn * Það gæti verið eitthvað að í meltingarkerfinu þeirra eða sár hjá endaþarmsopinu ==== Heilbrigður / Venjulegur skítur ==== {{files:images:piggies:poop_healthy.png?300|Þurr skýtur}} Heilbrigður naggrísas kúkur er yfirleitt meðal til dökk brúnn á litinn (einhverstaðar á milli brúnt og svart). * Kögglarnir eru þá af mjög stöðugri stærð með bogna lögun (sem er meira áberandi á lengri kögglum) * Þessir kögglar ættu ekki að brotna/molna niður ef naggrísinn stígur á þá * kögglarnir ættu ekki að vera þurrir, sérstaklega ekki ef þeir eru nýlegir. * Það er í raun engin sérstök lykt af heilbrigðum naggrísaskít {{files:images:piggies:piggy-poop-factory.jpg}} ===== Fleirra ===== === Heimildir === * [[https://guineadad.com/blogs/news/guinea-pig-poop-chart-learn-what-your-piggies-poop-is-trying-to-tell-you|GuineaDad poop chart]]