Einangra nýja meðlimi

Öruggasta leiðin til að vernda naggrísahópinn þinn gegn smitsjúkdómum, sveppasýkingum og sníkjudýrum er að einangra nýja meðlimi í 2-4 vikur í lokuðu herbeki áður en þeir fá að kynnast restinni af hópnum. Þvoðu þér vel um hendurnar eftir meðhöndlun á nýja naggrísnum og mögulega skipta um föt (eða nota t.d. svuntu eða ákveðin föt) til að koma í veg fyrir smit. Þú getur líka íhugað að kíkja til dýralæknis með naggrísinn í skoðun.

Þó að alltaf sé best að einangra dýrið eins og útskýrt hér að ofan, þá geta komið atvik þar sem þú vilt kanski taka þá áhættu að brjóta einangrunina:

 • Naggrísinn virðist heilbrigður, ættleiddur frá öðrum eiganda sem hefur nú þegar meðhöndlað naggrísinn gegn sníkjudýrum og hefur ekki verið í snertingu við aðra naggrísi undanfarnar vikur.
 • Naggrísinn þinn á heimilinu er að falla í þunglyndi, einmana og borðar minna (eins lengi og það er ekki af læknisfræðilegum ástæðum). Nýji naggrísinn virðist heilbrigður og eigandinn er tilbúinn að fara til dýralæknis ef þörf er á. Að hýsa nýja naggrísinn í sama herbeki og annar naggrís getur lífgað upp á sorgmæddum dýrum.

ATH: Einangrun er sérstaklega mikilvæg ef naggrísinn kemur úr dýrabúð.


Sníkjudýr

Flösumaur / Naggrísalús, Running-lice

Flösumaurinn er eitt algengasta snýkjudýrið sem finnst á naggrísum, sérstaklega ef þeir koma úr dýrabúð eða frá ræktanda. En hafðu í huga að naggrísinn getur verið nánast einkennalaus ef lúsin er ekki að yfirtaka hann svo það er mikilvægt að skoða þá mjög vel.

 • Þeir eru þekktir hérlendis sem "flösu-maur" vegna þess að þeir minna helst á flösu, sérstaklega eggin þeirra.
 • Á ensku eru þeir kallaðir "Running Lice" (hlaupa-lús) vegna þess hreyfa sig mikið.
 • Þeir eru sérhæfðir til að lifa eingöngu á naggrísum svo það er engin hætta á því að þeir smitist á mannfólk.
 • Þeir drekka ekki blóð, svo lyf sem naggrísinn fær munnlega virka ekki á þá
 • Smitleiðir:
  • Bein snerting við smitaðann naggrís
  • Snerting við undirlag/yfirborð/leikföng sem smitaður naggrís hefur verið í snertingu við
  • Frá manneskju sem var að meðhöndla smitaðann naggrís og fengið eggin/lúsina í fötin

Venjulega er einföld meðferð alveg nóg ef þú sótthreinsar búrið og dótið þeirra vel svo lúsin geti ekki hoppað aftur á naggrísinn að meðferðinni lokið. Ef endurtaka þarf meðferðina, þá er það venjulega gert 4 vikum síðar. Meðferðin sjálf er mjög einföld og eru nokkrir dropar af Selametchin á hnakkan á þeim/bak við eyrun. Dót sem erfitt er að sótthreinsa er einfaldlega hægt að henda í frystirinn.

Lesið nánar um flösumaurinn og meðferð

Kláðamaur, Mange mites (Trixacarus caviae)

Þessi pest sést ekki með berum augum og grefur sig inn í húðina á naggrísnum sem veldur þeim miklum sársauka. Þú gætir tekið eftir því að naggrísinn klóri sér mikið og fær skallabletti, í alvarlegum tilfellum getur naggrísinn fengið krampa og jafnvel dáið ef ekki meðhöndlað. Ef einn naggrísinn hefur kláðamaur, þá skaltu gera ráð fyrir að allur hópurinn hafi það, jafnvel ef hinir sýna engin einkenni.

Naggrísir geta verið einkennalausir og samt verið með kláðamaur í sér, maurinn getur nefnilega legið í dvala í marga mánuði eða ár. Mikið stress, veikindi eða þungun getur valdið því að maurarnir blossi upp.

Þessi kláðamaur lifir og fjölgar sér eingöngu á naggrísum og þess vegna er engin hætta á því að þeir smitist yfir á mannfólk. En viðkvæmt fólk gæti samt fundið fyrir tímabundnum kláða.

Algengt er að nota ivermectin gegn þessu sníkjudýri í sprautu, munnlega eða á skinnið (þá á bakvið eyrun). Það þarf að endurtaka meðferðina gegn kláðamaurnum tvisvar eða oftar á 7-10 daga fresti vegna þess að lyfið drepur ekki eggin. Mjög mikilvægt er að skammta lyfjunum rétt til þess að forðast aukaverkanir og jafnvel dauða af völdum lyfjanna. Dýralæknirinn gæti viljað setja lyfið í opin sár, hrúður eða önnur sýnileg einkenni af völdum kláðamaursins.

Dauði af völdum kláðamaurs er útfrá vökvaskorts vegna mikilla sára og átröskunnar vegna sársauka og óþæginda.


Heimildir: Quarantine, Parasites