Áður en þú færð þér naggrís!

 • Ofnæmi á heimilinu?
  • Fólk getur fengið ofnæmis-viðbrögð við þurrkuðu heyi, svo þú skalt athuga hvort og hversu næmur þú sért fyrir því. Naggrísir þurfa nefnilega alltaf að hafa aðgang að að hey/grasi svo það mun alltaf vera til staðar. Og svo er alltaf möguleikinn á því að aðilar hafi ofnæmi fyrir dýrinu sjálfu.
  • Að lifa með ofnæmið: nánari upplýsingar á þessari síðu
 • Getur þú gefið þeim nóg pláss?
  • Naggrísir þurfa stórt og mikið pláss svo þeir fái nóga hreyfingu. Nýjir staðlar segja að hæfilegt rými sé um 1m2 fyrir tvo grísi svo þeir séu ánægðir. Skoðið meira um búrstærðir hér
 • Naggrísir eru hópdýr!
  • Þú skalt fá þér lámark tvo naggrísi saman svo þeir verði ekki einmana. Best er að hafa tvo af sama kyni, eða gelda karldýrið svo hann geti verið með stelpunum án þess að fjölgi í hópnum
 • Kostnaður?
  • Það er alltaf einhver kostnaður sem fylgir því að eiga gæludýr, og naggrísir eru engin undantekning. Þeir þurfa ferskt grænmeti daglega og ótakmarkað hey/gras, gæða þurrfóður og svo er alltaf möguleikinn á því að þeir þurfi læknishjálp sem kostar líka peninga.

Naggrísir eru mjög fín gæludýr fyrir fjölskyldur þar sem allir hjálpast að við að hugsa um þá
En það er ekki sniðugt að gefa yngri krökkum naggrísi sem gæludýr vegna þess að staðreyndin er sú að flestir krakkar fá fljótt leið á því að sjá um dýrin eða meðhöndla þau rangt. Naggrísir eru viðkvæmir og geta stórslasast eða dáið ef þeir falla úr einhverri hæð, jafnvel úr mittishæð er áhættusamt.


Algeng mistök

Þótt þú gerir einhver af þessum mistökum þá þýðir það ekki að þú sért lélegur eigandi. Góðir eigendur leiðrétta það sem þeir gera rangt, frekar en að halda því áfram.

 • Gefa naggrísnum ekki rétt fæði
  • Þeir eru grasætur: ekki gefa þeim kjöt eða mjólkurvörur
  • Vertu viss um hvaða grænmeti og ávexti þeir mega borða
  • Þeir þurfa daglegan skammt af C vítamíni (ferskt grænmeti er oftast nóg)
  • Nóg af hey, það skal alltaf vera í boði allan daginn.
  • Gæða þurrfóður sérstaklega gert fyrir naggrísi. Ekki öll fóður sem hafa naggrís utan á pakkningunni eru handa naggrísum, vegna þess að sum fyrirtæki halda að þeir séu ofvaxnir hamstrar. Það ætti t.d. ekki að innihalda fræ og hnetur.
  • Ættir helst ekki að gefa þeim gæludýra-nammi úr dýrabúðum, vegna þess þau innihalda oft viðbættan sykur, mjólkurafurðir, fitu og rotvarnarefni
 • Búr sem eru allt of lítil eða rangt uppsett
  • Almennilega staði til að fela sig og hvíla sig
  • Rétt magn og tegund af undirlagi, algengt er að láta of lítið í botninn
  • Dót til að halda þeim áhugasömum svo þeim leiðist ekki. Að breyta oft til í búrinu virkar líka.
  • Nóg pláss til að geta hreyft sig
 • Að halda ekki dagskránni - Naggrísir eru mjög vanafastir og þess vegna er gott að gefa þeim að borða ákveðnum tímum. Þeir bregðast mjög vel við því þegar hlutir gerast á réttum tíma. Þetta á einnig við um þrif í búrinu og leiktíma.

Annað til að hafa í huga

 • Ekki hafa kanínur í búri með naggrísum.
  • Kanínur hafa svo öflugar aftur-fætur að eitt spark frá þeim getur drepið naggrís, hvort sem það var óvart eða af ásettu ráði.
  • Kanínur þurfa allt aðra næringu en naggrísir (t.d. kanínur þurfa ekki C vítamín)
  • Bakteríur sem eru hættulegar fyrir naggrísi geta leynst í hægðum kanínunnar
 • Naggrísir eru ekki ofvaxnir hamstrar!
  • Að vera nagdýr er það eina sameiginlegt, hamstar eru skyldir músum/rottum en naggrísir eru á allt annari grein.
  • Naggrísir eru eingöngu grænmetis-ætur, en hamstrar eru alætur
  • Hamstrar eru næturdýr, en það eru naggrísir ekki.